top of page

Sómi innleiðir hugbúnaðarlausnir frá Arango

Sómi hefur gengið til samninga við Arango um innleiðingu á gæðalausnum byggðum á Power Platform frá Microsoft. Hugbúnaðurinn er hannaður til að bæta verklag og tölfræði við viðhald og framkvæmdir gæðaúttekta.

Með lausninni er starfsfólki Sóma gert það kleift að setja upp ýmis eyðublöð og spurningalista á mismunandi tungumálum á rafrænt form sem aðgengileg eru fyrir starfsmenn í gegnum síma eða spjaldtölvur til ýmissa skráninga. Einfalt er að taka myndir með skráningunum auk þess sem það einfaldar allt eftirlit með frávikum og tölfræði að koma gögnunum á rafrænt form.


“Að innleiða lausnir frá Arango er bylting fyrir okkur hjá Sóma á okkar stafrænu vegferð. Lausnirnar eru einfaldar í notkun og við getum sjálf með einföldum hætti stillt upp eyðublöðum og spurningalistum. Að koma þessum gögnum á rafrænt form einfaldar alla úrvinnslu gagna og eykur eftirlit og öryggi ásamt því að bæta starfsferla til muna” Halldór Árnason, þróunarstjóri tæknimála hjá Sóma.


Gæðalausnir Arango í Power Platform eru fáanlegar sem sérlausnir en einnig sem hluti af stærra þjónustukerfi frá Arango.


Power Platform frá Microsoft er dæmi um "low code" hugbúnað sem náð hefur gríðarlegri útbreiðslu undanfarin ár og tekur stöðugum framförum með aukinni sjálfvirkni. Arango hefur nýtt Power Platform frá Microsoft með sínum viðskiptavinum undanfarin ár til að smíða stafrænar lausnir og sjálfvirknivæða ferla. Bæði stakar lausnir til að leysa ýmsa innri ferla jafnt sem hluta af stærri lausnum í sölu- þjónustu og markaðssetningu en lausnir Arango byggja að miklu leyti á Power Apps hluta lausnamengisins sem nýtt er til að setja upp snjallforrit "apps" og smíða stærri lausnir. Nánar um Power Platform hér: Power Platform


Til nánari upplýsinga hafið samband við Arango á netfangið arango@arango.is


bottom of page