Arango fyrirmyndarfyrirtæki 2025
- Sigurður Hilmarsson
- 4 days ago
- 1 min read
Updated: 1 day ago
Arango hlaut á dögunum viðurkenningu frá Viðskiptablaðinu og Keldunni sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025.
Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum sem sýnt hafa fram á traustan, ábyrgan og sjálfbæran rekstur samkvæmt mælikvörðum Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Aðeins 2,6% fyrirtækja á Íslandi uppfylla þau skilyrði sem sett eru til að hljóta þessa viðurkenningu.
Arango er jafnframt á lista meðal 25 efstu fyrirtækja í flokki lítilla fyrirtækja sem undirstrikar sterkan og stöðugan rekstur fyrirtækisins í samanburði við önnur fyrirtæki í sama stærðarflokki.
Samkvæmt viðskiptablaðinu þurfa eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt til að teljast fyrirmyndarfyrirtæki:
Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
Tekjur þurfa að hafa verið umfram 50 milljónir króna.
Eignir þurfa að hafa verið umfram 90 milljónir króna.
Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
Aðrir þættir eru metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni, svo sem skil á ársreikningi og rekstrarform.
Viðurkenningin byggir á rekstrarniðurstöðum fyrir árin 2024 og 2023, með tilliti til ársins 2022, og er því staðfesting á heilbrigðum og stöðugum rekstri Arango á undanförnum árum.
„Við hjá Arango erum afar stolt af þessari viðurkenningu,“ segir Tinna Björk Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Arango. „Við leggjum metnað okkar í að reka fyrirtækið af ábyrgð og fagmennsku, og þessi viðurkenning er hvatning til að halda áfram á þeirri braut.“

Viðurkenningin Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri er árleg úttekt sem Viðskiptablaðið og Keldan standa að, þar sem dregin eru fram þau fyrirtæki sem skara fram úr hvað varðar rekstrarlegan stöðugleika, arðsemi og góða stjórnarhætti.