top of page
Arango_2646 copy.jpg

Samþættingar

Vertu klár í framtíðina með Azure skýjaþjónustum

Samþætting upplýsingakerfa er vaxandi þáttur í upplýsingatæknirekstri fyrirtækja. 360° sýn á viðskiptavinagögn kallar oft á samþættingu gagna til að auka skilvirkni og bæta þjónustu. Ráðgjafar Arango hafa mikla reynslu af samþættingum og nýta til þess nýjustu tækni byggða á Microsoft Azure.

Þjónustur

Ráðgjöf og þjónusta í stafrænum lausnum

Arango er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í innleiðingu og samþættingu hugbúnaðarlausna í skýinu, sem styrkja og bæta stafræna ferla fyrirtækja til hagræðingar fyrir viðskiptavini og starfsmenn

Hugbúnaðarþróun

Arango býður staðlaðar viðskiptalausnir byggðar á Dynamics 365 & Power Platform frá Microsoft. Í samstarfi við viðskiptavini þróum við einnig sérlausnir sem bæta framleiðni, auka skilvirkni starfsmanna og bæta verkferla innanhúss.

Greining og ferlaráðgjöf

Mikilvægt er að horfa heildstætt á bæði gögn og ferla þegar lagt er af stað í innleiðingu á stafrænum lausnum. Arango býður upp á ráðgjöf og greiningu þar sem tryggt er að horft sé bæði á heildarmyndina og þann ávinning sem innleiðing á að skila.

Hugbúnaðarleyfi

Microsoft býður upp á fjölda áskriftarleiða og hægt er að fara ólíkar leiðir við val og kaup á hugbúnaðarleyfum. Þekking Arango á Microsoft umhverfinu og þeim hugbúnaðarleyfum sem til þarf getur einfaldað og hagrætt hugbúnaðarleyfskaup til muna.

Samþættingar

Samþætting upplýsingakerfa er vaxandi þáttur í upplýsingatæknirekstri fyrirtækja. 360° sýn á viðskiptavinagögn kallar oft á samþættingu gagna til að auka skilvirkni og bæta þjónustu. Ráðgjafar Arango hafa mikla reynslu af samþættingum og nýta til þess nýjustu tækni byggða á Microsoft Azure.

Breytingarstjórnun

Það er áskorun fyrirtækja á stafrænni vegferð að virkja starfsfólk og fá það til að tileinka sér nýja tækni og vinnubrögð. Virk breytingastjórnun getur skipt sköpun við innleiðing á stafrænum lausnum og spilar lykilhlutverk í að nýting hugbúnaðarins skili fyrirtækjum raunverulegum ávinning.

Vöktun og þjónusta

Sjálfvirkni kallar á aukið eftirlit með keyrslum og vinnslum. Í samþættum rekstrarumhverfum þar sem gögn flæða milli upplýsingakerfa er mikilvægt að vakta hvort gögn flæði óhindrað milli kerfa. Með Arango Monitor er eftirlit með samþættingum og ferlum í Dynamics 365 og Microsoft Power Platform allan sólarhringinn !

Þjónustan í hnotskurn

Vertu klár í framtíðina með Azure skýjaþjónustum

Arango veitir viðskiptavinum sínum ráðgjöf við samþættingu upplýsingakerfa ásamt því að sjá um hönnun, uppsetningu og rekstur.
Með notkun skýjalausna í rekstrarumhverfi er hægt að ná fram sparnaði í rekstrarkostnaði og um leið mikilli hagræðingu við samþættingar milli kerfa til að nýta upplýsingar til bættrar yfirsýnar og ákvarðanartöku. Tæknin í dag býður upp á mun ódýrari leiðir en áður þegar kemur að því að láta grunnkerfi tala saman, bæði eru tilbúin tæki og tól sem spara tíma við hönnun og forritun ásamt því að ekki þarf að kaupa dýran búnað til að framkvæma þessi verkefni heldur er greitt eftir notkun.

Arango nýtir skýjaþjónustur Microsoft við samþættingar upplýsingakerfa með Azure Integration Services og hafa mikla reynslu og þekkingu á nýtingu þessara lausna.

Dæmi um verkefni og samþættingar sem ráðgjafar Arango hafa unnið með sínum viðskiptavinum mætti nefna samþættingar milli CRM og ERP kerfa eins og Business Central, NAV, Finance & Operations og AX. Algengt er að fyrirtæki vilji fá gögn sjálfvirkt á milli kerfa er snúa að viðskiptamönnum, vörum og verðlistum, tilboðum og sölupöntunum, reikningum og eins grunngögnum eins og þjóðskrá og fyrirtækjaskrá. Hagræði er mikið þar sem innsláttur er minni, gögn eru einsleit og betri ásamt því að villuhætta er minni við stofnun og umsýslu.
bottom of page