Lífeyrissjóðir og stéttarfélög
Aukin yfirsýn og samþættir ferlar í einu viðmóti
Lausnir okkar fyrir lífeyrissjóði og stéttarfélög hafa það að leiðarljósi að auka yfirsýn og bæta þjónustu ásamt því að einfalda og samþætta ferla í einu viðmóti. Lífeyrissjóðir og stéttafélög eiga það sameiginlegt að sinna oft flóknum og persónulegum erindum sem oftar en ekki krefjast snertingu við ólíkar deildir og starfsmenn. Ávinningurinn er að öll samskipti og fyrirspurnir ásamt lykilupplýsingum eru á einum stað.
Lausnin í hnotskurn
Aukin yfirsýn og samþættir ferlar í einu viðmóti
Lífeyrissjóðir og stéttarfélög eiga það sameiginlegt að vera í miklum samskiptum við félagsmenn, launagreiðendur og aðra hagaðila þar sem fjöldi erinda berast hvern dag. Oft á tíðum krefjast erindi nánari úrvinnslu á milli starfsmanna í ýmissi umsýslu og skjalagerð. Í kjölfarið fylgja fjölbreyttar rafrænar aðgerðir eins og rafrænar undirritanir, rafræn innsigli eða rafræn þinglýsing.
Lausn Arango fyrir lífeyrissjóði gerir sjóðum kleift að stafrænivæða ferla við helstu verkefni, framkvæma áreiðanleikakannanir, birta upplýsingar upp úr grunnkerfum og fá heildaryfirsýn yfir stöðu sjóðfélaga og launagreiðenda. Hægt er að byrja smátt og auka svo við virkni og bæta við einstökum lausnum til að ná heildstætt utan um ferla er snúa að hagaðilum.