SAMNINGAR
Skalanleg og örugg lausn sem eykur yfirsýn og hraðar gerð og úrvinnslu samninga með sjálfvirkri skjalagerð og rafrænni undirritun
Arango Samningar lausnin er að fullu samþætt við Microsoft Power Platform & Dynamics 365 (CRM) og býður upp á utanumhald og yfirsýn samninga á einum stað. Stöðluð sniðmát á samningum sem einfalda undirbúning, útsendingu og undirritun auk þess sem eftirfylgni á samningaferlinu verður markvissari. Engin skönnun, engin pappír og ferlið rekjanlegt frá stofnun til undirritunnar.
Lausnin
Hægt er að halda utan um og flokka viðskiptavini í lausninni og skrá öll samskipti sem eiga að vera skjalfest inni í lausninni ásamt því að útbúa og halda utan um samninga viðskiptavina og hagaðila. Mögulegt er að aðgangsstýra samskiptum og gögnum eftir því sem hentar en lausnin veitir 360° sýn á viðskiptavininn og þá saminga sem tengjast
Viðskiptavinir og hagaðilar
Virkni sem er að fullu samþætt við rafrænar aðgerðir og gerir notendum kleift að framkvæma aðgerðir í samræmdu ferli. Dæmi um aðgerðir eru t.d. vista skjal í skjalageymslu, senda í tölvupósti eða fá samninga rafrænt undirritað með annað hvort fullgildri eða einfaldri undirritun eða innsigli.
Rafrænar aðgerðir
Samningar eru útbúin frá undirliggjandi gögnum viðskiptavina án innsláttar með lítilli fyrirhöfn. Öflug lausn sem vinnur á sveigjanlegum og fyrirfram skilgreindum reglum við gerð og framsetningu samninga, sem tryggir gæði og fagmennsku.
Sjálfvirk samningagerð
Að hafa samræmt ferli fyrir samningagerð og rafrænar aðgerðir tryggir að notendur og stjórnendur hafa fullkomna yfirsýn og rekjanleiki yfir stöðu samninga, flokkun, skilamála og gildistíma sem einfaldar samvinnu, eykur skilvirkni og gæði og tryggir góða yfirsýn.
Yfirsýn og rekjanleiki





Auðveldari samvinna milli teyma og eftirfylgni
Hraðari úrvinnsla með minni fyrirhöfn
Samræmd framsetning og afhending samninga
Fullgildar rafrænar aðgerðir, öruggt og rekjanlegt
Sjálfbær lausn - pappírslaust ferli
Hvernig nota viðskiptavinir Arango Samninga?
Áskoranir
Lausnin
Ávinningur
Algengar áskoranir fyrirtækja og stofnana snúa að því að samningar eru búin til handvirkt á ósamræmdan hátt, rafrænar aðgerðir, ss. undirritun eða örugg afhending gagna fer síðan fram í mörgum kerfum þar sem erfitt er að fylgjast með stöðu mála og krefst þess að notendur vinni á mörgum stöðum eða í mörgum kerfum.
Lausnin byggir á Microsoft Power Platform og Dynamics 365 (CRM) og tengist því viðskiptavinaupplýsingum þar sem hægt er að vinna staðlaða samninga út frá gögnum og fylgja eftir öllum aðgerðum sem fylgja í kjölfarið inni í einu og sama kerfinu
Stöðluð og samræmd framsetning samninga, þar sem gögn eru nýtt til þess að minnka villuhættu og vinna hraðar. Einnig gerir lausnin notendum kleift að nálgast þær upplýsingar sem þau þurfa að hverju sinni en mögulegt er að aðgangsstýra upplýsingum fyrir teymi eða notendur.

