Verktakar
Aukin yfirsýn í einu kerfi fyrir verkbeiðnir, eigna-, tækjaskrá og leigur
Lausnir okkar fyrir verktakfyrirtæki hafa verið þróaðar í nánu samstarfi við viðskiptavini út frá algengum kröfum svo sem: utanumhald verkbeiðna, eigna- og tækjaskrá, og leiguvirkni. Þetta gerir verktökum kleift að úthluta verkbeiðnum á starfsmenn, fá yfirsýn yfir tímaskráningar pr. verkbeiðni, safna upplýsingum um tækjasögu, útleigð tæki og hvar tæki eru staðsett.
Lausnin í hnotskurn
Aukin yfirsýn í einu kerfi fyrir verkbeiðnir, eigna-, tækjaskrá og leigur
Þörfin fyrir aukna yfirsýn og skilvirkni í bakvinnslu, þjónustudeildum og framlínu í verktaka- og byggingariðnaði er orðin mikil á íslenskum markaði. Arango hefur þróað og innleitt lausnir sem bjóða upp á verkbeiðnakerfi, eigna- og tækjaskrá sem gerir þér kleift að úthluta verkbeiðnum á starfsmenn, fá yfirsýn yfir tímaskráningu pr. verkbeiðni og safna upplýsingum um sögu tækisins. Unnt er að leigja út tæki í leiguhluta kerfisins og hafa yfirsýn yfir nákvæmlega hvar tæki eru staðsett. Með samþættingu við fjárhagskerfi er samræmi á milli vörulista, verða, birgðastöðu og reikningagerðar.
Lausnin hefur reynst vel bæði minni og stærri verktökum með ólíka sérhæfingu þar sem hægt er að byrja smátt og auka við virkni eftir þörfum.