MICROSOFT LAUSNIR
Öflug svíta viðskiptalausna í skýinu
Arango hafa mikla þekkingu og reynslu af nýtingu Microsoft lausna til að stafrænivæða ferla hjá Íslenskum fyrirtækjum. Til þess nýtum við ýmist staðlaðar CRM lausnir Microsoft í Dynamics 365 fyrir sölu- þjónustu og markaðssetningu, Power Apps og Dataverse fyrir sérlausnir og sérsniðna ferla og Azure Integration Services til samþættingar upplýsingakerfa.

DYNAMICS 365
CUSTOMER SERVICE
Veittu framúrskarandi þjónustu með stafrænum lausnum.
Með Customer Service er unnt að halda utan um öll samskipti við viðskiptavini tengd málum, erindum og fyrirspurnum í gegnum allar samskiptaleiðir.
Skráðu samskiptium Samfélagsmiðla, chat, síma eða tölvupóst allt á einum stað.
DYNAMICS 365
CUSTOMER INSIGHT
Náðu betri árangri með sjálfvirkni í markaðs-starfi og öflugri greiningu.
Dynamics 365 Customer Insight er öflug lausn sem gerir þér kleift að ná utan um markaðsstarf í nútíma viðskiptaumhverfi. Greina tækifæri af vef, halda utan um vegferð viðskiptavinar, halda utan um markhópa herferðir og stýra póstsendingu, allt á einum stað byggt á viðskiptamannagögnum.
DYNAMICS 365
FIELD SERVICE
Vettvangsþjónusta - Sinntu verkbeiðnum, viðhaldi og þjónustu á verkstað!
Dynamics 365 Field Service gerir þér kleift að halda utan um þjónustu- og verkbeiðnir fjarri höfuðstöðvum og stýra fólki, vélum og tækjum eftir föstum samningum eða "ad-hoc" verkbeiðnum niður á verkefni og verkstaði. Kerfið gefur fullkomið yfirlit fyrir stjórnendur yfir mannskap og tæki.
Azure Integration Services
Með notkun skýjalausna í rekstrarumhverfi er hægt að ná fram sparnaði í rekstrarkostnaði og um leið mikilli hagræðingu við samþættingar milli kerfa. Ráðgjafar Arango hafa mikla reynslu af samþættingu upplýsingakerfa þar sem gögn flæða óhindrað á milli bókhaldskerfa og CRM lausna til að auka skilvirkni og yfirsýn. Ráðgjafar Arango nýta í sínum samþættingaverkefnum nýjustu tækni frá Microsoft byggða á Azure Integration Services sem samanstendur af mismunandi þjónustum í Azure svo sem: Logic Apps, Service Bus, API Management, Event Grid, Azure Functions og Azure Data Factory.
Event-driven samþætting nýtist þegar mörg kerfi þurfa að fá upplýsingar um aðgerðir samtímis. Hér er um rauntíma samþættingu á upplýsingum milli kerfa að ræða
Tímaáætlun (schedule) samþætting nýtist þegar uppfærslur á grunngögnum eins og þjóðskráruppfærsla, viðskiptamenn (heimilisfang, sími, netfang) Þegar kerfið býður ekki upp á event-driven leiðir
Virtual Tables samþætting nýtist til að birta upplýsingar milli kerfa. Getur verið t.d þegar þú villt birta útgefna reikninga á viðskiptamann
Viltu frekari upplýsingar um nýtingu á Microsoft Azure Integration Services?
Hafðu samband við ráðgjafa Arango hér fyrir neðan.


Power Platform
Power Platform er gríðarlega öflugt "low code" umhverfi sem hentar einstaklega vel til að bæta upplýsingaflæði, stafrænivæða vinnuferla og auka skilvirkni starfsmanna. Arango hefur þróað tilbúnar lausnir í Power Apps fyrir íslenskan markað auk sérlausna sem henta verkferlum viðskiptavina.
Microsoft Power Platform samanstendur af öflugum vörum frá Microsoft sem hver og ein þjónar sínum tilgangi:
