top of page
Hugbúnaðarþróun
Virðisaukandi lausnir ofan á Microsoft viðskiptalausnir
Arango býður staðlaðar viðskiptalausnir byggðar á Dynamics 365 & Power Platform frá Microsoft. Í samstarfi við viðskiptavini þróum við einnig sérlausnir sem bæta framleiðni, auka skilvirkni starfsmanna og bæta verkferla innanhúss.
Þjónustur
Ráðgjöf og þjónusta í stafrænum lausnum
Arango er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í innleiðingu og samþættingu hugbúnaðarlausna í skýinu, sem styrkja og bæta stafræna ferla fyrirtækja til hagræðingar fyrir viðskiptavini og starfsmenn
Samþættingar
Samþætting upplýsingakerfa er vaxandi þáttur í upplýsingatæknirekstri fyrirtækja. 360° sýn á viðskiptavinagögn kallar oft á samþættingu gagna til að auka skilvirkni og bæta þjónustu. Ráðgjafar Arango hafa mikla reynslu af samþættingum og nýta til þess nýjustu tækni byggða á Microsoft Azure.
Breytingarstjórnun
Það er áskorun fyrirtækja á stafrænni vegferð að virkja starfsfólk og fá það til að tileinka sér nýja tækni og vinnubrögð. Virk breytingastjórnun getur skipt sköpun við innleiðing á stafrænum lausnum og spilar lykilhlutverk í að nýting hugbúnaðarins skili fyrirtækjum raunverulegum ávinning.
Vöktun og þjónusta
Sjálfvirkni kallar á aukið eftirlit með keyrslum og vinnslum. Í samþættum rekstrarumhverfum þar sem gögn flæða milli upplýsingakerfa er mikilvægt að vakta hvort gögn flæði óhindrað milli kerfa. Með Arango Monitor er eftirlit með samþættingum og ferlum í Dynamics 365 og Microsoft Power Platform allan sólarhringinn !
Þjónustan í hnotskurn
Virðisaukandi lausnir ofan á Microsoft viðskiptalausnir
Arango þróar og býður viðskiptavinum sínum upp á staðlaðar viðskiptalausnir sem byggja á Microsoft skýjalausnum, Power Platform og Dynamics 365. Microsoft Power Platform er öflugt "low code" umhverfi sem hentar einnig vel til að smíða sérsniðnar stafrænar lausnir, bæta vinnuferla og auka skilvirkni í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Microsoft Power Platform samanstendur af öflugum vörum sem hver og ein þjónar sínum tilgangi:
- Power BI
- Power Apps
- Power Pages
- Power Automate
- Copilot Studio
Hver lausn getur staðið ein og sér en með því að samtvinna þær og tengja við Office 365, Dynamics 365, Azure og fleiri lausnir er komin framtíðarlausn fyrir þína viðskiptaferla og þarfir.
Arango eru sérfræðingar í nýtingu Power Platform og innleiða það í viðskiptaumhverfi íslenskra fyrirtækja og stofnana. Lausnir Arango byggja á Power Apps og Dataverse gagnagrunni og nýta þannig alla helstu kosti Power Platform.
bottom of page