Fjármálafyrirtæki
Öflugar lausnir fyrir tilkynningarskylda aðila
Lausnir okkar fyrir fjármálafyrirtæki, bókhaldsstofur og endurskoðendur hafa nýst fjölmörgum tilkynningarskyldum aðilum. Lausnirnar eru hannaðar til þess að hafa heildarsýn á viðskiptavini og að auðvelt sé fyrir starfsmenn að klára þau ferli sem fylgja nýjum viðskiptavinum. Samþætt verklag sem nær utan um samninga, spurningalista og áreiðanleikakannanir ásamt rafrænum undirritunum í sömu lausninni. Ávinningurinn er skilvirkt og aðgengilegt vinnuumhverfi starfsmanna sem veitir betri yfirsýn.
Lausnin í hnotskurn
Öflugar lausnir fyrir tilkynningarskylda aðila
Arango býður upp á lausnir sem eru sérsniðnar að tilkynningarskyldum aðilum á stafrænni vegferð. Rík krafa er á fjármálafyrirtæki, bókhaldsstofur, endurskoðendur, bílasölur og aðra tilkynningaskylda aðila að uppfylla kröfur vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lausn Arango um framkvæmd áreiðanleikakannana gerir þeim kleift að halda utan um viðskiptavini og framkvæma áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum, bæði einstaklingum og lögaðilum, afla viðeigandi upplýsinga og gagna sem gerir þér kleift og kanna og meta áhættu viðskipta, safna fullgildum rafrænum undirritunum, framkvæma aukna áreiðanleikakönnun og fletta upp stjórnmálalegum tengslum ásamt því að kanna hvort aðilar séu á erlendum þvingunarlistum. Auk utanumhalds um áreiðanleikakannanir veitir lausnin heildaryfirsýn á samskipti og erindi frá viðskiptavinum ásamt því að rafrænar undirritanir eru samþættar og unnar á viðskiptamannagögnum.
Lausnina er hægt að innleiða staka eða sem hluta af stærri lausnum þar sem saga viðskiptamanns og allar upplýsingar tengdar viðskiptavini eru á einum stað ásamt rafrænum aðgerðum.