top of page

Hugbúnaðarþróun

Arango býður staðlaðar viðskiptalausnir byggðar á Dynamics 365 & Power Platform frá Microsoft. Í samstarfi við viðskiptavini þróum við einnig sérlausnir sem bæta framleiðni, auka skilvirkni starfsmanna og bæta verkferla innanhúss.

Vöktun og þjónusta

Sjálfvirkni kallar á aukið eftirlit með keyrslum og vinnslum. Í samþættum rekstrarumhverfum þar sem gögn flæða milli upplýsingakerfa er mikilvægt að vakta hvort gögn flæði óhindrað milli kerfa. Með Arango Monitor er eftirlit með samþættingum og ferlum í Dynamics 365 og Microsoft Power Platform allan sólarhringinn !

Breytingarstjórnun

Það er áskorun fyrirtækja á stafrænni vegferð að virkja starfsfólk og fá það til að tileinka sér nýja tækni og vinnubrögð. Virk breytingastjórnun getur skipt sköpun við innleiðing á stafrænum lausnum og spilar lykilhlutverk í að nýting hugbúnaðarins skili fyrirtækjum raunverulegum ávinning.

Samþættingar

Samþætting upplýsingakerfa er vaxandi þáttur í upplýsingatæknirekstri fyrirtækja. 360° sýn á viðskiptavinagögn kallar oft á samþættingu gagna til að auka skilvirkni og bæta þjónustu. Ráðgjafar Arango hafa mikla reynslu af samþættingum og nýta til þess nýjustu tækni byggða á Microsoft Azure.

Hugbúnaðarleyfi

Microsoft býður upp á fjölda áskriftarleiða og hægt er að fara ólíkar leiðir við val og kaup á hugbúnaðarleyfum. Þekking Arango á Microsoft umhverfinu og þeim hugbúnaðarleyfum sem til þarf getur einfaldað og hagrætt hugbúnaðarleyfskaup til muna.

Greining og ferlaráðgjöf

Mikilvægt er að horfa heildstætt á bæði gögn og ferla þegar lagt er af stað í innleiðingu á stafrænum lausnum. Arango býður upp á ráðgjöf og greiningu þar sem tryggt er að horft sé bæði á heildarmyndina og þann ávinning sem innleiðing á að skila.

bakgrunnur 2.png

ÞJÓNUSTA

Ráðgjöf og þjónusta í stafrænum lausnum

Það er okkar sérgrein að láta tækni, ferla og fólk spila saman í lausnum sem við innleiðum í samvinnu við viðskiptavin, til að bæta vinnuferla, þjónustu og árangur í rekstri. Við vitum að til að einfald rekstur og bæta yfirsýn yfir alla þá flóknu ferla sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að glíma við, þá er það ekki eingöngu tæknin sem leysir málin. Ráðgjafar arango hafa áralanga reynslu af því að styðja við fyrirtæki þegar kemur að breytingum.
bottom of page