Framleiðslufyrirtæki
Stafrænt gæðaeftirlit sem eykur öryggi og bætir verkferla
Lausnir okkar fyrir framleiðslufyrirtæki gera þeim kleift að setja upp ýmis eyðublöð og spurningalista á mismunandi tungumálum í rafrænu formi. Spurningalistar og eyðublöð eru síðan aðgengileg fyrir starfsmenn í gegnum síma eða spjaldtölvur þar sem hægt er að svara spurningum, skrá frávik, taka myndir o.fl. Ávinningurinn er að eftirlit verður einfaldara og skilvirkara þar sem frávik koma strax í ljós og tölfræði byggir á gögnum í rauntíma.
Lausnin í hnotskurn
Stafrænt gæðaeftirlit sem eykur öryggi og bætir verkferla
Stafrænt gæðaeftirlit eykur öryggi og nákvæmni í skráningum ásamt því að bæta starfsferla til muna. Áskoranir fyrirtækja eru aukið regluverk og auknar kröfur um gögn í rauntíma til að greina frávik í framleiðslu.
Oft á tíðum er verið að vinna með útprentuð blöð sem á þá eftir að slá inn til þess að hægt sé að byrja að greina og vinna með úttektirnar. Lausn Arango gerir fyrirtækjum kleift að setja upp ólík eyðublöð og spurningalista á mismunandi tungumálum á rafrænu form sem aðgengileg eru fyrir starfsmenn í gegnum síma eða spjaldtölvur. Einfalt er að taka myndir með skráningum og setja upp reglur til að auka skilvirkni við með frávikum. Gagnahögun og sögulegar upplýsingar veita svo yfirsýn þannig að hægt sé að sjá þróun eða mynstur í frávikum.
Lausnina er hægt að innleiða staka eða sem hluta af stærri lausnum sem ná utan um fleiri ferla.