top of page
Screenshot 2024-03-22 at 04.12.28.png

Þekkingar og ráðgjafarfyrirtæki

Aukin skilvirkni í utanumhaldi viðskiptavinaupplýsinga með rafrænum aðgerðum og sjálfvirkum ferlum

Lausnir okkar fyrir þekkingar- og ráðgjafarfyrirtæki eru hannaðar til þess að fá heildarsýn á bæði viðskiptavini og verkefni. Heildstæðar lausnir með 360° sýn á öll samskipti, ferli fyrir nýja viðskiptavini, samninga, erindi, verkefni og viðskiptastýringu. Ávinningurinn er betri yfirsýn, byggð á gögnum fyrir stjórnendur og einfaldara samþætt vinnumhverfi fyrir starfsmenn.

Lausnin í hnotskurn

Aukin skilvirkni í utanumhaldi viðskiptavinaupplýsinga með rafrænum aðgerðum og sjálfvirkum ferlum

Mikil verðmæti liggja í því að samskipti við viðskiptavini og birgja séu á einum stað ásamt samþættu ferli frá tækifæri og tilboði að samningum og vistun skjala.  Með lausnum Arango er hægt að auka skilvirkni í utanumhaldi viðskiptavina og verkefnum tengd þeim með rafrænum aðgerðum og sjálfvirkum ferlum sem auka yfirsýn, spara tíma, fækka handtökum og minnka hættu á innsláttarvillum. Með samþættingu við önnur grunnkerfi líkt og tímaskráningu og fjárhagskerfi næst að gera vinnuumhverfi starfsmanna einfaldara og yfirsýn yfir verkefni vikunnar verður betri. 


Lausnir er hægt að innleiða stakar eða sem hluta af stærri lausn sem væri þá að ná utan um markaðsstarf, sölustýringu, móttöku og skráningu nýrra viðskiptavina, samninga, erindi, verkefnastýringu og skjalavistun. 


LAUSNIR

Ráðgjöf og þjónusta í stafrænum lausnum

Arango er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í innleiðingu og samþættingu hugbúnaðarlausna í skýinu, sem styrkja og bæta stafræna ferla fyrirtækja til hagræðingar fyrir viðskiptavini og starfsmenn

Þjónusta, verslun og heildverslun

Lausnir okkar fyrir þjónustu, verslun og heildverslun gera viðskiptavinum kleift að stafrænivæði sölu- og markaðsmál, viðskiptastýringu, skráningu samskipta, tilboðsgerð, samninga og skjalastýringu til þess að auka skilvirkni ferla og ná heildaryfirsýn yfir viðskiptavini á einum stað. Raungögn gefa stjórnendum síðan færi á að taka betri og upplýstari ákvarðanir, byggðar á góðum gögnum.

Framleiðslufyrirtæki

Lausnir okkar fyrir framleiðslufyrirtæki gera viðskiptavinum kleift að setja sjálf upp ýmis eyðublöð og spurningalista á mismunandi tungumálum í rafrænu formi. Spurningalistar og eyðublöð eru síðan aðgengileg fyrir starfsmenn í gegnum síma eða spjaldtölvur þar sem hægt er að svara spurningum, skrá frávik, taka myndir o.fl. Með lausninni verður eftirlit einfaldara með frávikum og tölfræði, byggt á gögnum í rauntíma.

Verktakar

Lausnir okkar fyrir verktakfyrirtæki hafa verið þróaðar í nánu samstarfi við viðskiptavini út frá algengum kröfum svo sem: utanumhald verkbeiðna, eigna- og tækjaskrá, og leiguvirkni sem gerir viðskiptavinum kleift að úthluta verkbeiðnum á starfsmenn, fengið yfirsýn yfir tímaskráningar pr. verkbeiðni, safnað upplýsingum s.s. tækjasögu, leigt út tæki og haft yfirsýn yfir hvar tæki eru staðsett.

Lífeyrissjóðir og stéttarfélög

Lausnir okkar fyrir lífeyrissjóði og stéttarfélög eru hannaðar fyrir stafrænt, skilvirkt og samþætt vinnuumhverfi sem tryggir aukna yfirsýn og betri þjónustu til viðskiptavina. Sjóðir og félög eiga það sameiginlegt að eiga í miklum samskiptum við viðskiptavini þar sem mörg erindi og fyrirspurnir berast með ólíkum leiðum, sem oftar en ekki krefjast nánari úrvinnslu á milli starfsmanna og deilda innanhúss.

Ríkisstofnanir

Lausnir okkar fyrir ríkisstofnanir eru hannaðar til að leysa flækjustig tengt móttöku og úrvinnslu erinda, beiðna og ýmissa gagna sem oft á tíðum krefur starfsólk um að vinna í mörgum kerfum, handslá gögn og jafnvel prenta út upplýsingar. Lausnir Arango í Microsoft umhverfinu aðstoða ríkisstofnanir við að nýta betur þann hugbúnað sem þau hafa aðgang að í gegnum samninga ríkisins við Microsoft

Þekkingar og ráðgjafarfyrirtæki

Lausnir okkar fyrir þekkingar og ráðgjafarfyrirtæki eru hannaðar til þess að fá heildarsýn á viðskiptavini og verkefni tengd viðskiptavinum. Heildstæðar lausnir með 360° sýn á öll samskipti, markaðsstarfi, sölustýringu, onboarding, samningum, erindum, verkefnum og tímaskráningu starfsmanna. Betri yfirsýn, byggð á gögnum fyrir stjórnendur og einfaldara stafrænt vinnumhverfi fyrir starfsmenn.

Fjármálafyrirtæki

Lausnir okkar fyrir fjármálafyrirtæki eru hannaðar til þess að hafa heildarsýn á viðskiptavini og að auðvelt sé fyrir starfsmenn að klára þau ferli sem fylgja onboarding ferli tilkynningarskyldra aðila með stöðluðum tilboðum, samningum, spurningalistum og áreiðanleikakönnunum ásamt því að gera rafræn ferli skilvirkar í einu kerfi. Markmiðið er að einfalda tæknilegt vinnuumhverfi og veita betri yfirsýn.
bottom of page