Þekkingar og ráðgjafarfyrirtæki
Aukin skilvirkni í utanumhaldi viðskiptavinaupplýsinga með rafrænum aðgerðum og sjálfvirkum ferlum
Lausnir okkar fyrir þekkingar- og ráðgjafarfyrirtæki eru hannaðar til þess að fá heildarsýn á bæði viðskiptavini og verkefni. Heildstæðar lausnir með 360° sýn á öll samskipti, ferli fyrir nýja viðskiptavini, samninga, erindi, verkefni og viðskiptastýringu. Ávinningurinn er betri yfirsýn, byggð á gögnum fyrir stjórnendur og einfaldara samþætt vinnumhverfi fyrir starfsmenn.
Lausnin í hnotskurn
Aukin skilvirkni í utanumhaldi viðskiptavinaupplýsinga með rafrænum aðgerðum og sjálfvirkum ferlum
Mikil verðmæti liggja í því að samskipti við viðskiptavini og birgja séu á einum stað ásamt samþættu ferli frá tækifæri og tilboði að samningum og vistun skjala. Með lausnum Arango er hægt að auka skilvirkni í utanumhaldi viðskiptavina og verkefnum tengd þeim með rafrænum aðgerðum og sjálfvirkum ferlum sem auka yfirsýn, spara tíma, fækka handtökum og minnka hættu á innsláttarvillum. Með samþættingu við önnur grunnkerfi líkt og tímaskráningu og fjárhagskerfi næst að gera vinnuumhverfi starfsmanna einfaldara og yfirsýn yfir verkefni vikunnar verður betri.
Lausnir er hægt að innleiða stakar eða sem hluta af stærri lausn sem væri þá að ná utan um markaðsstarf, sölustýringu, móttöku og skráningu nýrra viðskiptavina, samninga, erindi, verkefnastýringu og skjalavistun.