Ríkisstofnanir
Bylting í innanhúss vinnuferlum og bættri þjónustu
Lausnir okkar fyrir ríkisstofnanir eru hannaðar til að leysa flækjustig tengt móttöku og úrvinnslu erinda, beiðna og ýmissa gagna sem oft á tíðum krefur starfsólk um að vinna í mörgum kerfum, handslá gögn og jafnvel prenta út upplýsingar. Ávinningurinn er skilvirkt og nútímalegt vinnuumhverfi þar sem stofnanir nýta betur þann hugbúnað sem þau hafa aðgang að í gegnum samninga ríkisins við Microsoft.
Lausnin í hnotskurn
Bylting í innanhúss vinnuferlum og bættri þjónustu
Áskoranir stofnanna í móttöku og úrvinnslu gagna eru margvíslegar þar sem oft á tíðum er nauðsynlegt að vinna í mörgum kerfum, handslá inn gögn og jafnvel prenta út upplýsingar. Markmið okkar er að sjálfvirknivæða ferla til þess að spara tíma og bæta þjónustu við viðskiptavini og hagaðila.
Mikil áhersla hefur verið lögð á framendavirkni stofnana og viðmót í gegnum vefsíður og island.is til að bæta viðmót viðskiptavina en lausnir Arango miða að því að auka skilvirkni í vinnuumhverfi starfsmanna, úrvinnslu mála, beiðna og annarra erinda sem berast til stofnana.
Lausnir Arango í Microsoft umhverfinu aðstoða ríkisstofnanir við að nýta betur þann hugbúnað sem þau hafa aðgang að í gegnum samninga ríkissins við Microsoft.
Lausnir sem Arango bjóða upp á fyrir ríkisstofnanir felast móttöku erinda í gegnum sameiginleg netföng, heimasíður eða aðrar boðleiðir, úrvinnslu á erindum og málum, skjalastýring, tenging við skjalastýringu og fjárhagskerfi, rafrænar aðgerðir, utanumhald um samninga og fleira.