Þjónusta, verslun og heildverslun
Samþætt sölukerfi frá fyrstu snertingu viðskiptavina, tilboðsgerðar og samninga
Lausnir okkar fyrir þjónustu, verslun og heildverslun gera fyrirtækjum kleift að stafrænivæði sölu- og markaðsmál, viðskiptastýringu, skráningu samskipta, tilboðsgerð, samninga og skjalastýringu til þess að auka skilvirkni ferla og ná heildaryfirsýn yfir viðskiptavini á einum stað. Ávinningurinn er raungögn sem gefur stjórnendum færi á að taka betri og upplýstari ákvarðanir, byggðar á góðum gögnum.
Lausnin í hnotskurn
Samþætt sölukerfi frá fyrstu snertingu viðskiptavina, tilboðsgerðar og samninga
Í auknu samkeppnisumhverfi er mikilvægt að halda utan um og þekkja væntanlega og núverandi viðskiptavini til þess að geta veitt framúrskarandi þjónustu. Mikilvægur þáttur í rekstri heildverslana er að vera með virka heimsóknaráætlun og viðskiptastýringu hjá endursöluaðilum til að tryggja sýnileika, þekkingu og framboð á vörum. Arango býður upp á staðlaðar lausnir sem gera þér kleift að stafrænivæða sölu- og viðskiptastýringu, skráningu samskipta, tilboðsgerð, samninga og skjalastýringu. Utanumhald um ábyrgðarvörur, frávik og galla og samskipti við birgja eru einnig mikilvægur hluti af heildstæðri lausn fyrir fyrirtæki sem eru í innflutningi á vörum.
Lausnir Arango auka skilvirkni og yfirsýn og styðja við betri ákvarðanatöku byggða á gögnum.