top of page

ÁREIÐANLEIKAKANNANIR

Öflug og skilvirk lausn fyrir tilkynningarskylda aðila í aðgengilegu vinnuumhverfi sem gerir þér kleift að klára þau ferli sem fylgja nýjum- eða reglubundnum viðskiptum.

Arango Áreiðanleikakannanir er hönnuð fyrir tilkynningarskylda aðila til þess að hafa heildarsýn á viðskiptavini og að auðvelt sé fyrir notendur að klára þau ferli sem fylgja nýjum- eða reglubundnum viðskiptum. Lausnin tryggir samþætt verklag sem nær utan um áreiðanleikakannanir, uppflettingar á stjórnmálalegum tengslum og þvingunarlistum, uppflettingar í hluthafaskrá ásamt rafrænum undirritunum. 

Lausnin

Viðskiptamannagrunnur

Lausnin heldur utan um viðskiptavini og býður upp á sveigjanlega flokkun eftir þörfum hvers og eins. Auðvelt að vinna með lista og áminningar til þess að tryggja að áreiðanleikakannanir sem þarf að senda út reglulega, séu sendar innan tímamarka ásamt því að geyma sögu um viðskipti. Mögulegt er að tengja lausnina beint við þjóð- og fyrirtækjaskrá.

Uppflettingar

Til að framkvæma allar nauðsynlegar aðgerðir sem fylgja reglum um peningaþvætti er lausnin að fullu samþætt við vefþjónustur sem gera þér kleift að fá skjöl rafrænt undirrituð með fullgildri rafrænni undirritun, uppflettingar í stjórnmálaleg tengsl og þvingunarlista, hluthafaskrá fyrir gildandi skráningu og hlutverk félaga ásamt ríkisfangi einstaklinga með tengingu við áhættusöm og ósamvinnuþýð ríki.

Áreiðanleikakannanir og áhættumat

Hægt er að senda út áreiðanleikakannanir á einn eða fleiri í einu, fá svör við spurningum ásamt framvísun persónuskilríkja frá einum eða fleiri aðilum með fullgildri rafrænni undirritun. Viðskipti eru áhættumetin út frá svörum ásamt því að sannreyna upplýsingar í gegnum uppflettingar. Lausnin býður einnig upp á framkvæmd og utanumhald á aukinni áreiðanleikakönnun og skjölun.

Yfirsýn, rekjanleiki og eftirfylgni

Fullkomin yfirsýn og rekjanleiki þar sem auðvelt er að sjá hvenær viðskiptavinur svaraði síðast könnun, gagnaöflun og á hverju áhættumat byggir hverju sinni. Þetta tryggir að undirbúningur við úttektir eftirlitsaðila verður leikur einn.

1.png
2.png
3.png
4.png
5.png
Samræmd vinnubrögð og eftirfylgni
Aukin yfirsýn og tímasparnaður
Allar upplýsingar um viðskiptavini á einum stað
Fullgildar rafrænar aðgerðir, öruggt og rekjanlegt ferli
Sjálfbær lausn - pappírslaust ferli

Hvernig nota viðskiptavinir Arango Áreiðanleikakannanir?

Áskoranir 

Lausnin

Ávinningur

Algengar áskoranir tilkynningaskyldra aðila eru að halda utan um öll gögn sem þeim ber lagaleg skylda til að uppfylla, frá því að afla persónuskilríkja, fá svör við spurningum, uppflettingar og önnur skjölun sem kann að fylgja og fer eftir umfangi ferla.

Lausnin byggir á Microsoft Power Platform og Dynamics 365 (CRM) og tengist því viðskiptavinaupplýsingum þar sem hægt er að senda út kannanir, fletta upp nauðsynlegum upplýsingum og sjá stöðu á áhættumati og undirritunum á einum stað. Mögulegt er að setja upp reglubundið eftirlit á þeim viðskiptavinum sem við á þannig að kannanir fari sjálfvirkt út á tilsettum tíma.

Lausnin gerir notendum kleift að hafa fulla yfirsýn yfir hvaða skrefum í ferlinu hefur verið lokið. Algjör rekjanleiki með tímastimplum þar sem hægt er að sýna fram á hvernig áhættumat var á hverjum tímapunkti. Auðvelt að viðhalda reglubundnu eftirliti með viðskiptavinum og engin þörf á tilfærslu skjala á milli kerfa. Tryggir að undirbúningur við úttektir eftirlitsaðila verður leikur einn.

Áskoranir 

Algengar áskoranir tilkynningaskyldra aðila eru að halda utan um öll gögn sem að þeim ber lagaleg skylda til að uppfylla, frá því að afla persónuskilríkja, fá svör við spurningum, uppflettingar og önnur skjölun sem kann að fylgja og fer eftir umfangi ferla.

Lausnin

Lausnin byggir á Microsoft Power Platform og Dynamics 365 (CRM) og tengist því viðskiptavinaupplýsingum þar sem hægt er að senda út kannanir, fletta upp nauðsynlegum upplýsingum og sjá stöðu á áhættumati og undirritunum á einum stað.

Ávinningur

Lausnin gerir notendum kleift að hafa fulla yfirsýn yfir hvaða skrefum í ferlinu hefur verið lokið. Algjör rekjanleiki með tímastimplum þar sem hægt er að sýna fram á hvernig áhættumat var á hverjum tímapunkti. Auðvelt að viðhalda reglubundnu eftirliti með viðskiptavinum og engin þörf á tilfærslu skjala á milli kerfa. Tryggir að undirbúningur við úttektir eftirlitsaðila verður leikur einn.

Lausnin

Viðskiptamannagrunnur

Lausnin heldur utan um viðskiptavini og býður upp á sveigjanlega flokkun eftir þörfum hvers og eins. Auðvelt að vinna með lista og áminningar til þess að tryggja að kannanir sem þarf að senda út reglulega, sé sendar innan tímamarka ásamt því að geyma sögu um viðskipti. Hægt er að vera með aðgang að þjóð- og fyrirtækjaskrá.

Uppflettingar

Til að framkvæma allar nauðsynlegar aðgerðir sem fylgja reglum um peningaþvætti er lausnin að fullu samþætt við vefþjónustur sem gera þér kleift að fá skjöl rafrænt undirrituð með fullgildri rafrænni undirritun, uppflettingar í stjórnmálaleg tengsl og þvingunarlista, hluthafaskrá fyrir gildandi skráningu og hlutverk félaga.

Áreiðanleikakannanir og áhættumat

Hægt er að senda út áreiðanleikakannanir á einn eða fleiri í einu, fá svör við spurningum ásamt framvísun persónuskilríkja frá einum eða fleiri aðilum með fullgildri rafrænni undirritun. Viðskipti eru áhættumetin út frá svörum ásamt því að sannreyna upplýsingar í gegnum uppflettingar. Lausnin býður einnig upp á framkvæmd og utanumhald á aukinni áreiðanleikakönnun.

Yfirsýn, rekjanleiki og eftirfylgni

Fullkomin yfirsýn og rekjanleiki þar sem auðvelt er að sjá hvenær viðskiptavinur svaraði síðast könnun, gagnaöflun og á hverju áhættumat byggir hverju sinni. Þetta tryggir að undirbúningur við úttektir eftirlitsaðila verður leikur einn.

bottom of page