top of page

Framtíð upplýsingatækni liggur í gervigreind

  • Writer: Sigurður Hilmarsson
    Sigurður Hilmarsson
  • Jan 6
  • 3 min read

Viðskiptablaðið tók á dögunum áhugavert viðtal við Tinnu Björk Hjartardóttur framkvæmdastjóra Arango þar sem umfjöllunarefnið var nýting gervigreindar í íslensku viðskiptalífi.


Gervigreind er komin til að vera og verður innan fárra ára einn af lykilþáttum í öllum rekstri. „Gervigreind býður upp á áður óþekkt tækifæri til hagræðingar, nýsköpunar og betri ákvarðanatöku ef rétt er staðið að verkum,“ segir Tinna Björk Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Arango.


Tinna Björk Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Arango
Tinna Björk Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Arango

Hversu tilbúin eru fyrirtæki fyrir nýtingu gervigreindar? Fyrirtæki þurfa að undirbúa sína vegferð og átta sig á ávinningi þess að nýta gervigreind í sínum rekstri. Nýjustu kannanir og skýrslur benda til þess að einungis um 2% fyrirtækja á heimsvísu séu fullkomlega undirbúin fyrir innleiðingu á gervigreind á stórum skala. „Það er því auðvelt að ímynda sér hversu fá íslensk fyrirtæki eru í raun komin á þann stað. Flest þeirra eru rétt að hefja vegferðina og mörg án skýrrar sýnar, stefnu eða mælanlegra markmiða,“ segir Tinna Björk. Hún segir að þó að ávinningurinn og tækifærin séu þarna úti er óvissan sú að fyrirtæki gera sér ekki grein fyrir umfangi og kostnaði.


„Hversu miklu þarf að fjárfesta til ávinningurinn skili sér er spurning sem brennur á mörgum. Svarið er hins vegar sjaldnast einfalt því mörg fyrirtæki hafa ekki svarað ákveðnum grundvallarspurningum er snúa að gæðum og aðgengileika gagna sem er grunnforsenda til að geta umfangsmetið.“


Gögn og ferlar eru í raun grunnurinn að árangri en Tinna Björk segir að margir stjórnendur velti fyrir sér hvernig fyrirtæki þeirra geti nýtt sér gervigreind. Hún segir að stóra spurningin sé í raun önnur, hvort fyrirtækið sé tilbúið fyrir gervigreind. Hún segir að til að hámarka ávinning þurfi að byrja á réttum enda með skýran tilgang, áreiðanleg gögn og undirbúið starfsfólk.


„Gervigreind er ekki tæknilausn sem kveikt er á og árangur fylgir sjálfkrafa. Hún er vegferð sem krefst undirbúnings, stefnu og innleiðingar á breyttum ferlum og vinnulagi. Við hjá Arango sjáum þetta aftur og aftur að þeir sem taka ákvarðanir segjast vera tilbúnir en gögnin og ferlarnir ekki.


Það er lykilatriði að átta sig á því að gervigreindarvegferð fyrirtækja byrjar ekki á því að kaupa leyfi, hún byrjar á því að greina gögnin, skilja ferlana og skilgreina tilganginn. Þegar grunnurinn er tryggður verður ávinningurinn fljótt sýnilegur. Við höfum til dæmis séð fyrirtæki sem byrjuðu á því að hreinsa og samþætta gögn í stað þess að hoppa beint í gervigreindarlíkön og árangurinn mældist í aukinni skilvirkni, betri ákvarðanatöku og nýjum tækifærum,“ segir Tinna Björk.


Raunverulegur ávinningur og ábyrg nýting

„Ávinningur gervigreindaverkefna næst aðeins ef hann er mældur frá upphafi. Þess vegna hjálpum við fyrirtækjum að skilgreina árangursmælikvarða, ekki aðeins í formi sparnaðar, heldur líka í bættri upplifun viðskiptavina og starfsfólks, skilvirkari ferlum og nýjum tækifærum til vaxtar. Það er þessi nálgun sem við trúum á: að byggja grunninn fyrst, áður en tæknin er virkjuð. Þá verður gervigreindin ekki enn ein „innleiðingin“, heldur hluti af stefnumótandi umbreytingu fyrirtækisins,“ segir Tinna Björk og bætir við að lokum:


„Framtíð upplýsingatækni liggur í gervigreind en spurningin er hvort fyrirtækin séu tilbúin. Vinnan sem við hjá Arango höfum unnið síðustu sex ár með okkar viðskiptavinum hefur í raun verið undirbúningur fyrir gervigreindarbyltinguna: að skapa rétt gögn, rétta ferla og rétta menningu. Við hjá Arango ætlum okkur ekki bara að vera hluti af þessari þróun, við ætlum að vera fremst í flokki. Framtíðin er þegar hafin, gervigreindin er komin til að vera, spurningin er hvort þitt fyrirtæki sé tilbúið.“


Um Arango Arango er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki á Íslandi á sviði stafrænna umbreytinga. Fyrirtækið býður lausnir sem gera fyrirtækjum kleift að nýta gervigreind í daglegum rekstri, frá sjálfvirkni og gagnagreiningu til ákvarðana og betri þjónustu. Hjá fyrirtækinu starfar hópur reyndra ráðgjafa og sérfræðinga með sérhæfingu í ráðgjöf og innleiðingu á CRM lausnum í Microsoft umhverfi.

Reynsla starfsmanna Arango nær yfir flestar atvinnugreinar og hafa þeir komið að hugbúnaðarverkefnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.

bottom of page