Arango er Microsoft Solutions Partner
- Sigurður Hilmarsson

- Nov 3
- 2 min read
Arango hefur hlotið vottun frá Microsoft sem Microsoft Solutions Partner | Business Applications. Vottunin er staðfesting á því að fyrirtækið uppfyllir ströngustu hæfniskröfur Microsoft og hefur sýnt fram á árangur í sölu, þjónustu, þróun og innleiðingu viðskiptalausna á borð við Microsoft Dynamics 365 og Power Platform.

Vottunin er hluti af Microsoft AI Cloud Partner Program hjá Microsoft sem vottar þá samstarfsaðila sem hafa byggt upp yfirgripsmikla sérþekkingu í að styðja fyrirtæki á stafrænni vegferð og í nýtingu skýjalausna Microsoft.
„Við erum afar stolt af þessari vottun,“ segir Guðjón Karl Þórisson, sölu & markaðsstjóri Arango. „Hún staðfestir að við erum traustur og reyndur samstarfsaðili þegar kemur að því að hjálpa fyrirtækjum að nýta Microsoft lausnir til að bæta rekstur, auka skilvirkni og taka gagnadrifnar ákvarðanir. Þetta er mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu okkar sem hugbúnaðarfyrirtækis með alþjóðleg viðmið.“
Til að hljóta þessa vottun þurfa fyrirtæki að ná framúrskarandi árangri í þremur lykilflokkum:
Performance: Vöxtur og nýir viðskiptavinir á sviði Microsoft-lausna.
Skilling: Starfsfólk með viðurkennd Microsoft-vottorð og sérfræðihæfni.
Customer Success: Mælanlegur árangur í notkun og innleiðingu lausna sem skapa raunverulegt virði.
Vottunin er mikilvægur áfangi fyrir Arango, sem hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á þekkingaruppbyggingu, hæfni starfsfólks og vönduð vinnubrögð við þróun og innleiðingu viðskiptalausna. Markmiðið er að skapa virðisaukandi lausnir sem styðja við vöxt og árangur viðskiptavina.
Ávinningur fyrir Arango og viðskiptavini
Með þessari viðurkenningu fær Arango aukinn aðgang að stuðningi, hugbúnaði og sérfræðiaðstoð frá Microsoft, sem gerir fyrirtækinu kleift að veita viðskiptavinum enn öflugri og áreiðanlegri þjónustu.
„Það getur verið áskorun að halda í við hraða þróun Microsoft, en það undirstrikar mikilvægi þess að þjálfa starfsfólk og viðhalda þekkingu í þessu síbreytilega umhverfi. Þessi viðurkenning er staðfesting á þeirri góðu vinnu sem við höfum unnið undanfarin ár.“ segir Guðjón.
Um Arango ehf.
Arango ehf. er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, innleiðingu og rekstri stafrænna lausna fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir. Lausnir og þjónusta Arango byggja á Dynamics 365 og Power Platform frá Microsoft, samþættingum viðskiptalausna með Azure integration services, auk ráðgjafar til stjórnenda tengdum innleiðingum á þessum lausnum. Fyrirtækið hefur jafnframt sérhæft sig í innleiðingu gervigreindarlausna Microsoft, þar á meðal með nýtingu á Microsoft Fabric og Azure AI hjá viðskiptavinum sínum.




