top of page

Microsoft Power Platform – Stafrænar lausnir án forritunar

Updated: Nov 28, 2023

Ráðgjafar Arango aðstoða fyrirtæki að komast af stað með Power Platform og innleiða einfaldar lausnir sem skila miklum og skjótum ávinningi með litlum tilkostnaði. Viðskiptavinir Arango hafa í auknu mæli stafrænivætt ferli með Power Platform !


Á undanförnum árum hefur tækni og hugbúnaðarþróun tekið miklum og hröðum framförum. Þörfin fyrir stafrænar lausnir í samskiptum við viðskiptavini og birgja hefur aukist hratt en ekki síður fyrir bætta verkferla starfsmanna. Það er sífellt gerð krafa um hraðari afhendingu lausna til að leysa þessar þarfir og fyrirtæki hafa þurft að bregðast hratt við breyttu vinnuumhverfi í heimsfaraldri. Hugtakið low/code – no/code hefur verið notað fyrir tækni sem gerir fyrirtækjum kleift að búa til lausnir og leysa stafrænar þarfir með lítilli forritun. Fyrirtæki geta búið til lausnir til að leysa af hólmi ferla á pappír, snjallforrit (apps) og aukið þannig skilvirkni í starfseminni með notkun stafrænna lausna. Lausnirnar eru mun fljótari í hönnun og þróun, þar með ódýrari í framleiðslu og skila mun betri arðsemi.


Arango hefur nýtt Power Platform frá Microsoft með sínum viðskiptavinum undanfarin ár til að smíða stafrænar lausnir. Bæði stakar lausnir til að leysa ýmsa innri ferla jafnt sem hluta af stærri lausnum í sölu- þjónustu og markaðssetningu en lausnir Arango byggja að miklu leyti á Power Apps hluta lausnamengisins sem nýtt er til að setja upp snjallforrit "apps" og smíða stærri lausnir.

Dæmi um lausnir sem Arango hafa sett upp í samstarfi við viðskiptavini sína til að stafrænivæða ferli:

  • Erinda, samskipta, mála og umsóknarkerfi í Microsoft umhverfi ríkisstofnana með Microsoft Power Platform

  • Gæðakerfi í matvælaframleiðslu og dreifingu:

    • Eyðublöð og gæðaeftirlit á stafrænt form

    • Móttökueftirlit

    • Skráning á rýrnun

  • "Onboarding" lausnir viðskiptamanna og birgja ásamt samningautanumhaldi með tengingu við Sharepoint

  • Sjálfsagreiðsla og pantanir starfsmanna á tækjakaupum, tölvum og símum með Power Apps ásamt samþykktarkerfi fyrir innkaupum.

  • Eignaskrá, tækjaskrá og utanumhald utan um tæki í eigu fyrirtækisins í umsjá starfsmanna í Power Apps

  • Málningarapp og afgreiðslulausn tengd við Dynamics 365 Sales og Dynamics AX með notkun Power Apps og Power Automate

  • Samskipta og heimsóknaráætlanir. Skipulagðar heimsóknir sölumanna og afhendinga til viðskiptavina og verslana með Power Apps

  • Gæðaeftirlit með bifreiðum og tækjum “Vehicle Health Check”

  • Fasteigna og eignaumsýslukerfi

  • Tékklistar, gæðaeftirlit og skráning með Power Apps

  • Stjórnendaskýrslur og mælaborð í sölu- og þjónustu með Power BI

Dæmi um staðlaðar lausnir sem Arango hafa þróað í Power Platform:

  • Sölu- og viðskiptastýring fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki: Arango 365

  • Verkbókhald og tímaskráning fyrir þjónustufyrirtæki og verktakafyrirtæki: Arango verktakinn

  • Erindalausnir, mála og beiðnakerfi í Power Platform: Arango erindi - Einnig hluti af Arango 365

  • Áreiðanleikakannanir - AML áreiðanleikakannanir með tengingu við CRM: Arango AML

  • Rafrænar undirritanir skjala í Dynamics 365 og Teams: Arango undirritun

En hvað er Power Platform ?

Power Platform frá Microsoft er dæmi um "low code" hugbúnað sem náð hefur gríðarlegri útbreiðslu undanfarin ár og tekur stöðugum framförum með aukinni sjálfvirkni.


Power Platform samanstendur af fimm megin stoðum:

  • Power BI – Viðskiptagreindar tól til skýrslugerðar

  • Power Apps – Notað til að búa til lausnir og snjallforrit fyrir stafræna ferla

  • Power Pages - Setja upp vefsíður með einföldum hætti

  • Power Automate – Notað til að búa til sjálfvirk verkferli og tengingar/samþættingar upplýsingakerfa

  • Power Virtual Agents – Snjallmenni til samskipta við viðskiptavini og milli starfsmanna


Power Platform og samspil þessara eininga býður eitt og sér upp á mikla möguleika en auk þess er unnt að vinna upplýsingar og búa til sjálfvirk ferli þvert á viðskiptakerfi og skýjalausnir Microsoft, Dynamics 365 Sales, Customer Service, Marketing, Business Central (NAV), Finance (AX), Office 365 og Azure.


Nánar um Power Platform frá Microsoft hér: Power Platform

Nýlega kynntu Microsoft til leiks "Copilot" fyrir Power Apps þar sem gervigreind er nýtt til að búa til snjallforrit með einföldum hætti. Kynntu þér "Copilot" fyrir Power apps hér: Copilot for Microsoft Power Apps


Bóka kynningu: Hafa samband

Hafðu samband við ráðgjafa Arango og skoðum saman hvernig þitt fyrirtæki getur nýtt Power Platform. arango@arango.is

bottom of page