top of page

Hversu vel þekkir þú viðskiptavini þína ?

Arango heldur morgunverðarfund fimmtudaginn 27. október nk. frá kl. 8:30 til 11:00 á Grand Hótel Reykjavík - Hvammi fundarsal á 1. hæð. Ein af áskorunum íslenskra fyrirtækja í stafrænni vegferð er að setja upp ferla og vinna úr gögnum svo þau raunverulega nýtist þeim. Arango vinnur þétt með sínum viðskiptavinum á þessari vegferð með það fyrir augum að auka skilvirkni í skráningu og utanumhaldi viðskiptatengdra gagna. Sjálfvirk móttaka, skráning erinda og sölutækifæra, spjall, rafrænar undirritanir og skjalastýring eru allt dæmi um ferla sem oft eru ekki að fullu samþættir vinnuumhverfi starfsmanna. Á fundinum munu ráðgjafar Arango fara yfir lausnir sem hafa þegar verið innleiddar og spennandi nýjungar sem miða að því að fyrirtæki þekki viðskiptavini sína betur. Boðið verður upp á léttan morgunverð fyrir fundinn.

Dagskrá: 08:30 - 08:45 - Skráning og morgunverður 08:45 - 09:30 - Aukið virði viðskiptasambands með stafrænum lausnum Ráðgjafar Arango fara yfir algengar áskoranir og úrlausnarefni sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir ásamt því að sýna dæmi og fjalla um nýjungar og lausnir í Dynamics 365 og Power Platform. 09:30 - 10:00 - Skilvirkt vinnuumhverfi - sjálfvirkir ferlar - rekjanleiki gagna Tekin verða dæmi um þær áskoranir sem felast í skráningu nýrra viðskiptavina, áhættumati, framkvæmd áreiðanleikakannana, rafrænni undirritun skjala og hvernig hægt er að vinna allt ferlið á einum stað með fulla yfirsýn og rekjanleika gagna. 10:10 - 11:00 - Viðskiptavinir Arango segja frá reynslu sinni af innleiðingum á Dynamics 365 og Power Platform

  • Öryggismiðstöðin - Áskoranir og umbreytingar með nýjum upplýsingakerfum

  • Þjónustuskrifstofa FHS - Þjónusta við félagsmenn, réttindi og umsóknir

  • Veritas Capital - Reynsla af innleiðingu á Dynamics 365 fyrir ólík fyrirtæki og notendahópa

Sjá dagskrá og skráningu á heimasíðu Arango hér: Dagskrá og skráning


bottom of page