top of page

Morgunverðarfundur Arango 21. október - Grand Hótel

Hvernig getur bætt þjónustuupplifun og aukin skilvirkni starfsmanna farið saman?

Arango heldur morgunverðarfund í samstarfi við Crayon og Dokobit fimmtudaginn 21. október nk. kl. 8:30 til 11:00 á Grand Hótel Reykjavík - Háteigur 4. hæð.

Arango hefur undanfarin misseri aðstoðað íslensk fyrirtæki á sinni stafrænu vegferð með innleiðingu Microsoft viðskiptalausna í sölu-, þjónustu og markaðssetningu.

Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt mikið uppúr vef sínum og upplifun viðskiptavina þegar kemur að stafrænni þróun en oft hefur pottur verið brotinn í utanumhaldi samskipta, innri ferlum og úrvinnslu upplýsinga.

Á fundinum viljum við draga þessi viðfangsefni fram í sviðsljósið og sýna þátttakendum hvernig við höfum nálgast þessi verkefni fyrir viðskiptavini okkar til að bæta upplifun viðskiptavina en á sama tima auka framleiðni starfsmanna með notkun Microsoft Dynamics 365, Power Platform, Office 365 og Azure skýjaþjónustum


Boðið verður upp á léttan morgunverð fyrir fundinn.

Dagskrá:

08:30 - 08:45 Skráning, morgunverðarhlaðborð


08:45 - 08:50 Opnun


08:50 - 09:30

Ráðgjafar Arango munu fara yfir algengar áskoranir og úrlausnarefni sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir ásamt því að sýna dæmi og fjalla um nýjungar og lausnir í Dynamics 365 og Power Platform.

09:30 - 10:00

Tækifæri til hagræðingar og einföldunar með rafrænum undirritunum. Ráðgjafar Arango fara yfir úrlausnarefni og sýnidæmi með lausnum í Dynamics 365, Power Platform og Teams. Dokobit gefur innsýn í þróun og framtíðina í rafrænum undirritunum.

10:00 - 10:10

Crayon samstarfsaðili Arango í Microsoft leyfismálum mun kynna þjónustu fyrirtækisins á íslenska markaðnum en fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega undanfarin misseri.

10:10 - 11:00

Viðskiptavinir Arango segja frá reynslu sinni í innleiðingu á stafrænum viðskiptalausnum

Skráning fer fram á vef Arango: Skráningarform | arango





Comentários


bottom of page