Þrír nýir starfsmenn hefja störf hjá Arango
- Sigurður Hilmarsson
- Aug 8
- 1 min read
Arango heldur áfram að styrkja sig sem leiðandi aðili á sviði stafrænna umbreytinga og hefur nú bætt við sig þremur nýjum sérfræðingum. Þau Hólmsteinn Orri Egilsson, Magnús Daníel Einarsson og Ayline Deweerdt hafa hafið störf hjá fyrirtækinu undanfarin misseri og koma með fjölbreytta þekkingu og reynslu inn í ört stækkandi teymi Arango.

Ayline Deweerdt kemur til Arango frá ICELANDIA, þar sem hún stýrði þjónustuveri ICELANDIA og Enterprise bílaleigu. Ayline starfaði einnig við innleiðingu CRM lausna í Microsoft Dynamics 365 hjá ICELANDIA og tók virkan þátt í þróun og umbótum á tæknilegum ferlum innan fyrirtækisins. Hjá Arango mun Ayline sinna ráðgjöf með sérstaka áherslu á þjónustulausnir og hvernig hægt er að nýta gervigreind innan Microsoft viðskiptalausna með notkun Microsoft Copilot.
Magnús Daníel Einarsson hefur starfað sem forritari í viðskiptalausnum Microsoft, Business Central hjá Tegra. Hann mun sinna bæði forritun og tæknilegri ráðgjöf hjá Arango, með áherslu á Dynamics 365, Microsoft Power Platform og samþættingu viðskiptalausna.
Hólmsteinn Orri Egilsson útskrifaðist sem tölvunarfræðingur úr HR í vor og mun sinna forritun í Dynamics 365 og Microsoft Power Platform. Sérstök áhersla verður á hvernig hægt er að nýta möguleika gervigreindar með Microsoft lausnum til að bæta vinnuflæði og auka sjálfvirkni.
„Við erum gríðarlega stolt af því að fá þetta öfluga fólk til liðs við okkur hjá Arango. Þau koma með drifkraft, þekkingu og nýja sýn sem mun efla Arango enn frekar í þeirri vegferð okkar að hjálpa viðskiptavinum að ná árangri með snjöllum og skilvirkum lausnum,“ segir Tinna Björk Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Arango.
Ráðningarnar endurspegla áframhaldandi vöxt Arango og þá áherslu sem fyrirtækið leggur á að veita framúrskarandi ráðgjöf og tæknilausnir í samstarfi við viðskiptavini.