top of page

ÍAV semja við Arango um innleiðingu upplýsingakerfa

Íslenskir aðalverktakar hf. (ÍAV) hafa gengið til samninga við Arango um innleiðingu á nýju upplýsingakerfi fyrir þjónustudeildir fyrirtækisins. Verkefnið felst meðal annars í hönnun, ráðgjöf og uppsetningum á verkbeiðnakerfi, eigna- og tækjaskrá, ásamt leigukerfi fyrir þjónustudeildir fyrirtækisins.

“Þörfin fyrir öflugt og víðtækt upplýsingakerfi fyrir þjónustudeildir sem gengur þvert á fyrirtækið, hefur aukist undanfarin misseri. Við uppfærslu á gömlu Navision kerfi ÍAV í Business Central var séraðlögunum haldið í lágmarki og við það skapaðist tækifæri á að koma ákveðnum ferlum fyrir í öðrum kerfum. Arango varð fyrir valinu vegna þekkingar og reynslu þeirra af sambærilegum verkefnum og þeim hugbúnaðarlausnum sem hentuðu okkur. Við vonumst til að fá mun betri yfirsýn og sjálfvirkni í ýmsum ferlum með innleiðingu á þessum kerfum“. Segir Ásbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs ÍAV.


Verkefnið er þegar hafið og innleiðing samkvæmt áætlun á Dynamics 365 Field Service og Power Platform með samþættingu við fyrirliggjandi Business Central fjárhagskerfi ÍAV.


Arango býður ÍAV velkomin í ört stækkandi hóp viðskiptavina Arango.



bottom of page