top of page

Salome og Bjarki til Arango

Updated: Oct 26

Þau Bjarki Þór Jónsson og Salome Huldís Sigurðardóttir hafa gengið til liðs við Arango.


Salome er 25 ára gömul og hefur reynslu af uppsetningu og þróun lausna í Power Platform úr sínum fyrri störfum. Salome er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík Salome mun sinna forritun og ráðgjöf í Dynamics 365 og Power Platform auk þess að koma að þróun á hugbúnaðarlausnum Arango.


Bjarki Þór er 23 ára gamall forritari með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Bjarki kemur til Arango ferskur úr háskóla en hann mun koma að þróun Arango lausna og forritun ásamt því að sérhæfa sig í samþættingum upplýsingakerfa með Azure Integration Services.


Við hjá Arango bjóðum bjóðum þau Bjarka og Salome hjartanlega velkomin til starfa !

Við hjá Arango erum að leita eftir ráðgjöfum og forriturum með reynslu og eða þekkingu á skýjalausnum Microsoft, Microsoft Dynamics, Power Platform eða Power Apps. Við tökum vel á móti öllum fyrirspurnum svo endilega hafið samband við okkur á starf@arango.is.

bottom of page