top of page

Hekla tekur í notkun nýtt sölukerfi frá Arango


Hekla hefur innleitt og tekið í notkun nýtt sölukerfi frá Arango sem byggir á Dynamics 365 og Power Platform frá Microsoft. Kerfið nær utan um söluferli nýrra og notaðra bifreiða hjá Heklu og tekur á ferlum frá fyrstu snertingu viðskiptavina, reynsluakstri, tilboðsgerð, standsetningu og til afhendingar bifreiðarinnar.


Hekla gekk frá samningum við Arango í júní sl. og tók kerfið í gagnið í október.



“Við hjá Heklu erum gríðarlega ánægðir með gang mála. Frá því að ákvörðun var tekin og verkefnið sett af stað, liðu aðeins 3 mánuðir þar til kerfið var gangsett. Innleiðing og notkun hefur gengið mjög vel og hafa allar tímasetningar staðist.” Segir Rúnar Hreinsson hjá Heklu.


Hekla nýtir sér Power Apps á snjalltækjum við móttöku í sal, skráningu í reynsluakstur og til að dreifa markaðsefni til viðskiptavina. Tækifæri og samskipti eru skráð miðlægt í kerfinu og fylgt þar eftir. Fyrirtækið nær með notkun kerfisins öllum samskiptum við viðskiptavini á einn stað og stuðlar að því að ná 360 gráðu sýn á viðskiptavininn.


Undirbúningur og val á lausn og samstarfsaðila hafði staðið yfir í nokkurn tíma hjá Heklu.


“Við hjá Heklu vildum vanda til verka. Stefna og markmiðasetning í sölu og þjónustu er mikilvægur þáttur í þessu ferli, sem undanfari fyrir vali á kerfi. Dynamics 365 frá Microsoft varð svo fyrir valinu, eftir ítarlega skoðun, vegna þeirrar virkni og tækni sem lausnirnar frá Microsoft bjóða upp á. Við nýtum okkur aðrar lausnir Microsoft í okkar rekstri, svo sem Office 365, Power BI og Dynamics NAV og töldum það mikinn kost hversu vel samþættar Microsoft lausnirnar eru. Arango var valinn samstarfsaðili vegna þekkingar og reynslu starfsmanna á okkar ferlum, en einnig á þeim Microsoft lausnum sem fyrirtækið lagði fram.” segir Rúnar.


Arango býður Heklu velkomna í ört stækkandi viðskiptavinahóp Arango.

Frá undirritun samnings í júní sl.

bottom of page