Guðjón Karl Þórisson hefur verið ráðinn til arango frá Microsoft Íslandi og mun sinna sölumálum, viðskiptastýringu og ráðgjöf í Microsoft Dynamics 365 viðskiptalausnum ásamt því að ganga í hluthafahóp félagsins.
Guðjón Karl hefur tuttugu ára víðtæka reynslu innan hugbúnaðargeirans á Íslandi. Hann starfaði sem sölumaður viðskiptalausna hjá Landsteinum Streng frá árinu 2000 til ársins 2007. Þá starfaði hann sem sölu- og markaðsstjóri hjá Applicon (dótturfélagi Nýherja og nú Origo) á árunum 2007 til 2013. Guðjón Karl starfaði hjá Microsoft Íslandi frá árinu 2013 sem sölustjóri Dynamics viðskiptalausna og viðskiptastjóri stærri fyrirtækja. Guðjón Karl lauk diploma prófi í Business Administration frá Háskólanum á Bifröst árið 2000 og B.Sc. í alþjóða markaðsfræði við Tækniskóla Íslands árið 2005.
Við bjóðum Guðjón Karl velkominn í hópinn.