top of page

Emilía Ottesen til Arango

Emilía Ottesen hefur gengið til liðs við Arango og mun starfa í samstarfi við viðskiptavini Arango að árangursríkum innleiðingum sem Customer Success Manager ásamt því að sinna verkefnastjórn, breytingastjórnun og ráðgjöf. Emilía hefur lokið BA gráðu í alþjóðlegri samskipta stjórnun frá háskólanum í Haag ásamt því að vera vottaður verkefnastjóri frá Háskólanum í Reykjavík.

Emilía er mikill fengur fyrir Arango en hún hefur undanfarin 5 ár starfað sem verkefnastjóri hjá Marel í Global Business Services í alþjóðlegum verkefnum með áherslu á innleiðingar, operational excellence, samþættingu gagna og kerfa. Reynsla hennar mun nýtast vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem framundan eru hjá Arango.


Arango býður Emilíu velkomna til starfa !


Ert þú rétti aðilinn fyrir Arango ?

Við hjá Arango erum að leita eftir ráðgjöfum og forriturum með reynslu af notkun eða innleiðingum á CRM lausnum og/eða þekkingu á Dynamics 365, Power BI, Power Platform eða Power Apps. Ef þú ert með bakgrunn í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða reynslu af ofangreindum eða sambærilegum lausnum hafið endilega samband á netfangið starf@arango.is

bottom of page