Copilot vörur Microsoft styðja nú íslensku
- Sigurður Hilmarsson
- 3 days ago
- 1 min read
Updated: 1 day ago
Gervigreindarvörur Microsoft, Microsoft Copilot styðja nú íslenska tungu í öllum helstu forritum eins og Word, Excel, PowerPoint, Outlook, Teams og OneNote ásamt Copilot Chat og Copilot Studio. Íslenskan mun birtast þeim sem hafa aðgang að M365 Copilot með réttum stillingum og tólum. Með því að veita notendum aðgang að öflugri gervigreind á íslensku opnast nýir möguleikar til að bæta verklag, sjálfvirknivæða ferla og efla framleiðni hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins.
Arango er nú þegar í verkefnum með viðskiptavinum við að nýta þessar gervigreindarlausnir í daglegri starfsemi, þjónustu og samskiptum. Með nýtingu á þessum lausnum er hægt að ná fram miklu hagræði og tímasparaði með því að einfalda dagleg verkefni, fá betri yfirsýn yfir gögn og einfalda úrvinnslu gagna í daglegum störfum.
Við hjá Arango leggjum hvað mesta áherslu á ráðgjöf við undirbúning á nýtingu gervigreindar, þjónustu og faglega innleiðingu Copilot lausna innan Microsoft Power Platform, Dynamics 365 og lausna Arango í viðskiptaumhverfi viðskiptavina.
Greina hvar Copilot getur haft mest áhrif í daglegum rekstri.
Innleiða lausnir sem styðja við verklag og markmið viðskiptavina.
Þjálfa starfsfólk til að nýta Copilot sem raunverulegt hjálpartæki í starfi.
Nú þegar Copilot styður íslensku eru kjöraðstæður til að hefja undirbúning að innleiðingu slíkra lausna. Með réttum undirbúningi getur Copilot orðið lykilþáttur í stafrænni umbreytingu og haft mikil áhrif á daglega vinnu starfsfólks.
Arango er tilbúið að leiða þig í gegnum þessa vegferð – hafðu samband og fáðu ráðgjöf sem skilar árangri: arango@arango.is