BL innleiðir rafrænar undirritanir frá Arango og Dokobit
- arango
- Nov 19, 2021
- 1 min read
Updated: Nov 22, 2021
BL og Arango hafa undirritað samninga um innleiðingu á rafrænum undirskriftum skjala og samninga hjá BL í CRM lausnum fyrirtækisins. Lausnin frá Arango með tengingum við Dokobit gerir BL kleift að útbúa skjöl og samninga til rafrænnar undirritunar beint úr grunnkerfum fyrirtækisins og vista undirrituð skjöl á skilgreindan stað. Rafrænar undirritanir sem hluti af samþættu ferli í CRM skilar sér í aukinni skilvirkni og hagræðingu við sölu og umsýslu ökutækja. Mikill tímasparnaður hefur til að mynda náðst í nýskráningum á ökutækjum með beintengingu við Samgöngustofu.
„Áður var nýskráningarferli ökutækja þannig að sömu upplýsingarnar voru slegnar allt að 3 sinnum inn af starfsmönnum BL í mismunandi kerfi, eyðublöð Samgöngustofu fyrir fulltrúaskoðun og nýskráningu prentuð út á pappír, skjölum safnað saman yfir daginn frá mismunandi sýningarsölum, keyrt með sendibíl í standsetningu á Hesthálsi og síðan þaðan til Samgöngustofu þar sem starfsmaður tók á móti skjölunum og kláraði ferlið. Með lausnum Arango er ferlið allt stafrænt, rafræn skjöl eru útbúin byggt á upplýsingum í undirliggjandi CRM kerfum og send rafrænt í upplýsingakerfi Samgöngustofu. Þetta sparar mikinn tíma í nýskráningarferlin, innsláttur upplýsinga er lágmarkaður og öryggi og gæði gagna því mun betra“ segir Hrafnhildur Hauksdóttir, gæðastjóri BL.
Arango býður BL ehf. velkomna í ört vaxandi hóp viðskiptavina.