top of page

Arango til framtíðar !

Starfsfólk Arango gerði sér á dögunum glaðan dag á vinnudegi undir yfirskriftinni Arango til framtíðar. Haldið var austur fyrir fjall þar sem sett var upp dagskrá með góðri blöndu af skemmtun, hópefli og stefnumótandi vinnu.


Arango hefur vaxið hratt undanfarin misserin og starfsfólk upptekið í krefjandi verkefnum með okkar viðskiptavinum. Þá er gott að hrista hópinn saman með góðri skemmtun. Hveragerði og Selfoss tóku vel á móti okkar fólki, en í Hveragerði er góð aðstaða til útiveru og skemmtana. Á Selfossi var tekin stefnumótandi vinna þar sem starfsfólk fór yfir þau verkefni og vörur sem lögð er áhersla á og rýnt var í á hvaða leið fyrirtækið er til komandi ára.


Arango leggur mikla áherslu á starfsumhverfi, líðan starfsmanna og að starfsfólk hafi áhrif á framþróun vinnustaðarins. Vinna dagsins mun skila sér jafnt á vinnustað sem og til stefnumótandi markaðsvinnu sem unnið er að hjá Arango næstu misserin.













Arango er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í innleiðingu og samþættingu hugbúnaðarlausna í skýinu, sem styrkja og bæta stafræna ferla fyrirtækja til hagræðingar fyrir viðskiptavini og starfsmenn.

bottom of page