top of page

Ölgerðin innleiðir vettvangsþjónustulausnir frá Arango

  • Writer: Sigurður Hilmarsson
    Sigurður Hilmarsson
  • Sep 16
  • 2 min read

Lausnir Ölgerðarinnar eru byggðar á Dynamics 365 Field Service frá Microsoft

 

Ölgerðin hefur tekið í notkun öfluga vettvangsþjónustulausn frá Arango, sem byggir á Dynamics 365 Field Service frá Microsoft. Með þessari innleiðingu stígur fyrirtækið mikilvægt skref í stafrænni umbreytingu og styrkir þjónustuferla sína gagnvart viðskiptavinum um land allt.


Fyrirtækið leigir og þjónustar fjölda kælitækja, kaffivéla og annars sérhæfðs búnaðar sem er að finna hjá verslunum, veitingastöðum, börum og víðar. Nýja lausnin veitir Ölgerðinni betri yfirsýn yfir öll tæki í leigu og rekstri, skilvirkari afgreiðslu verkbeiðna og öflugra utanumhald um viðhald og rekstur búnaðar.

Samhliða innleiðingunni hefur Ölgerðin tekið yfir alla þjónustu við eigin tæki sem áður var að hluta sinnt af ytri þjónustuaðila. Með því næst meiri stjórn á framkvæmd þjónustunnar, betri gæðastýring og styttri viðbragðstími. Þetta eykur bæði rekstraröryggi og ánægju viðskiptavina, samhliða því að bæta nýtingu fjármuna og mannafla.

 

Öflugur tæknigrunnur fyrir sjálfvirkni og sveigjanleika

Lausnin frá Arango styður sjálfvirka úthlutun verkbeiðna, rauntímagögn um staðsetningu og stöðu mála og samþættingu við fjárhagskerfi Ölgerðarinnar. Starfsmenn á vettvangi hafa nú aðgang að öllum helstu upplýsingum í spjaldtölvu eða síma og geta leyst verkefni hraðar og með betri upplýsingum en áður.

“Þegar við tókum í notkun Dynamics 365 lausnir frá Arango varð okkur ljóst hversu öflugar þessar lausnir eru.  Það lá beint við að nýta kerfin betur í okkar starfsemi og um leið bæta þjónustu og ferla innanhúss. Reynsla Arango af innleiðingum á Field Service lausnum í Microsoft umhverfinu hefur nýst okkur vel en innleiðing kerfanna sem þegar hafa verið tekin í notkun tóku mjög skamman tíma og fóru strax að skila okkur auknum ávinningi”. Segir Garðar Svansson Framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni

 

Byggir á öflugri Dynamics 365 grunnlausn

Field Service lausnin er að fullu samþætt og byggir á sama grunni og SAGA viðskiptavinakerfið sem Ölgerðin hefur áður innleitt frá Arango í tengslum við sölu, þjónustu og markaðsmál. Þessi samhæfing skapar mikinn ávinning  bæði rekstrarlega og tæknilega fyrir Ölgerðina.

“Með því að byggja alla viðskiptatengda starfsemi á einu og sama kerfinu tryggir Ölgerðin að öll gögn, ferlar og samskipti séu samfelld og aðgengileg starfsfólki á einum stað. Þetta eykur rekstrarhagræði, bætir yfirsýn yfir alla þjónustu og minnkar hættu á gagnatapi eða misræmi milli kerfa. Starfsmenn fá þannig betri innsýn, samfellda upplifun og skilvirkari verkferla á öllum snertiflötum við viðskiptavini.” Segir Óskar Ingi Magnússon Deildarstjóri stafrænnar tækni og greininga

 

Samstarf við Arango tryggir aðgengi að sérþekkingu

Arango hefur mikla reynslu af innleiðingu og aðlögun Dynamics 365 lausna og styður íslensk fyrirtæki í að ná meiri yfirsýn og sveigjanleika í rekstri. Með samstarfinu við Arango hefur Ölgerðin styrkt innviði sína, aukið sjálfbærni í þjónustu og byggt upp tæknilegan grunn sem mun styðja við frekari vöxt og þróun fyrirtækisins. 


Viltu kynna þér vettvangsþjónustulausnir frá Arango með Dynamics 365 Field Service. Hafðu samband við Arango: arango@arango.is


bottom of page