Geta stafrænar lausnir hjálpað okkur að veita betri þjónustu ?
CREATE CUSTOMERS FOR LIFE
Óháð atvinnugreinum er það mikilvægt að viðskiptavinur upplifi góða þjónustu hvar sem hann á í samskiptum við fyrirtækið. Að viðskiptavinurinn finni að sá sem þjónustar hann þekki hann og hans sögu. 360 gráðu sýn á viðskiptavininn hjálpar okkur að þekkja viðskiptavininn betur og öll mál, samskipti og saga hans sé aðgengileg öllum starfsmönnum á einum stað. Þetta er mikilvægt hvort sem viðskiptavinur kemur á staðinn eða á í samskiptum við fyrirtækið í gegnum stafræna miðla. Að þjónustu upplifun sé einsleit og góð.
Samskipti við viðskiptavini fara í meira mæli fram í gegnum stafræna miðla eins og sjálfsagreiðslu á vefsíðum (mínar síður), chat, facebook eða önnur sambærileg tól. Framþróun í öflugum CRM lausnum eins og Dynamics 365 frá Microsoft á undanförnum misserum styðja vel við þessa þróun og innihalda frábærar stafrænar lausnir til að þjónusta viðskiptavininn sem best.
Omnichannel fyrir Customer Service hluta Microsoft Dynamics 365 (CRM) býður upp á virkni sem gerir fyrirtækjum kleift að eiga í samskiptum við viðskiptavini sína á ýmsum stafrænum miðlum. Þjónustufulltrúi getur átt í samskiptum við viðskiptavini á mörgum stöðum í einu, auk þess sem allar upplýsingar og saga viðskiptavinar eru á einum stað í CRM kerfinu Þjónustufulltrúi getur því svarað fyrirspurnum með réttar upplýsingar við hendina.
Kynntu þér meðfylgjandi myndband sem sýnir hvernig unnið er með spjall (e.chat) innan úr Dynamics 365 Customer Service: https://www.youtube.com/watch?v=U2boMDrjOZk
Með sama hætti og í sama glugga getur starfsmaður í þjónustu unnið með fleiri mismunandi stafrænar leiðir eins og chat, Facebook Messenger, Twitter, sms og Teams í einum og sama glugga.
Kynntu þér nánar Omnichannel frá Microsoft með því að smella hér:
Einnig er að finna ítarlegri upplýsingar á síðum Microsoft með því að smella hér:
Ráðgjafar Arango hafa þekkingu og reynslu á þessu sviði og geta veitt frekari upplýsingar um virkni, innleiðingar og notkun þessara lausna.
Hafðu samband við ráðgjafa arango: arango@arango.is