CRM stendur fyrir “Customer Relationship Management” eða stjórnun viðskiptatengsla og er aðferðarfræði við að byggja upp og auka virði viðskiptasambands fyrir báða aðila með því að bæta ferli í sölu, þjónustu og markaðssetningu. Halda utan um öll samskipti og samband við fyrrverandi, núverandi og verðandi viðskiptavini. Markmiðið er að auka hollustu viðskiptavina og þar með tekjur til lengri tíma. Aðferðarfræðin, menning og ferlar fyrirtækja við að auka virði viðskiptasambandsins er grunnur af því að koma fyrirtækinu á þennan stað og innleiðing á CRM kerfi sem styður við þessa vegferð er mikilvægur þáttur í þessu ferli.
CRM kerfi eru hugbúnaður sem styður við sölu, þjónustu og markaðsaðgerðir með því að halda utan um öll samskipti og snertifleti við viðskiptavini í þeim tilgangi að ná 360 gráðu sýn á viðskiptin. Með öflugu CRM kerfi er hægt að auka þjónustuupplifun viðskiptavina með því að bæta ferla og auka tekjur með því að byggja upp verðmætara viðskiptasamband. CRM kerfi auka hagræði í vinnu- og rekstrarumhverfi með því að stafrænivæða ferla, fækka lausnum og koma upplýsingum á einn stað.
Við hjá Arango erum sérfræðingar í CRM og myndum gjarna vilja fara yfir þá möguleika og leiðir sem henta þínu fyrirtæki.
Sendu okkur línu á arango@arango.is og við munum hafa samband.