top of page

Hekla stafrænivæðir ferla með lausnum Arango

Hekla er þekkt og rótgróið fyrirtæki á íslenskum markaði sem hefur um árabil verið meðal stærstu bifreiðaumboða landsins. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bílum frá Audi, Volkswagen, Skoda, GWM og Mitsubishi sem eru bílaframleiðendur sem þekktir eru um allan heim fyrir framúrskarandi gæði og áreiðanleika. Auk þess að flytja inn og selja bifreiðar og varahluti býður Hekla upp á alhliða bifreiðaþjónustu og býr fyrirtækið yfir einu best búna bifreiðaverkstæði landsins þar sem starfa þrautþjálfaðir bifvélavirkjar.


Fyrirtækið hefur undanfarin ár lagt aukna áherslu á stafrænivæðingu ferla með það að leiðarljósi að auka skilvirkni í sölu- og þjónustuferlum til að styðja við bætta þjónustuupplifun viðskiptavina.

Hekla hefur um árabil nýtt lausnir frá Arango sem byggja á Microsoft Dynamics 365 og Power Platform

Bætt skilvirkni í sölu og þjónustu

Hekla hefur um árabil nýtt lausnir frá Arango sem byggja á Microsoft Dynamics 365 og Power Platform sem miðju upplýsinga í sölu, þjónustu og markaðssetningu en kerfin eru samþætt Business Central (Dynamics Nav) og vefsvæðum Heklu


“Hekla nýtir lausnir Arango fyrir söluferli nýrra bíla, allt frá fyrstu snertingu viðskiptavina, reynsluakstri, tilboðsgerð, standsetningu og til afhendingar bifreiðar. Lausnin er samþætt með öðrum kerfum Heklu og ýmsum ytri aðilum. Með lausnunum höfum við séð tímasparnað, aukna skilvirkni, sjálfvirkni í ferlum og bætta þjónustu við viðskiptavini.“  Segir Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjármála og þjónustu hjá Heklu.       


Mikill árangur hefur náðst með því að ítra og bæta verkferla í sölu samhliða innleiðingum á stafrænum lausnum fyrirtækisins en sem dæmi má nefna að sölukerfi Heklu eru í dag samþætt við Samgöngustofu þar sem nýskráning bifreiða og eigendaskipti er skráð samstundis með rafrænum hætti. Öll skjöl eru undirrituð rafrænt sem hluta af söluferlinu í kerfunum og sent til Samgöngustofu sem hefur sparað mikinn tíma og pappírsvinnu við sölu og afhendingu bifreiða.


Framkvæmdir áreiðanleikakannana og áhættumats

Hekla er sem bílaumboð tilkynningaskyldur aðili samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á tilkynningaskyldum aðilum hvílir rík skylda til að framkvæma áhættumat á viðskiptavinum.


"Við sölu á bifreiðum er nauðsynlegt að framkvæma áhættumat á viðskiptavinum og kanna uppruna fjármagns þess sem nýtt er í viðskiptunum.  Hekla hefur nýtt lausn frá Arango á þessu sviði í nokkur ár, sem er samþætt við söluferli Heklu. Lausnin hefur auðveldað okkur framkvæmd áreiðanleikakannana m.a. með rafrænum samskiptum við viðskiptavini, sjálfvirkum uppflettingum og sannreyningu gagna, ásamt rafrænni undirritun skjala. Þannig hefur lausnin hjálpað okkur við að uppfylla kröfur laganna og sýna eftirlitsaðilum  við úttektir, að starfsemi Heklu er í fullri hlítni við lögin." Segir Halldór.


Stafrænar lausnir og aukin skilvirkni með Power Platform

Power Platform er öflug svíta af  “low code – no code” tólum og lausnum frá Microsoft sem henta vel til að stafrænivæða ýmsa ferla og tengja saman ólík kerfi til að koma gögnum á stafrænt form. Hekla er eitt af fjölmörgum dæmum um viðskiptavini Arango sem hafa náð frábærum árangri með nýtingu á Microsoft Power Platform til að auka skilvirkni og stafrænivæða ferla.

Hlutverk Arango:

Ráðgjöf

Greiningarvinna fyrir innleiðingu á CRM lausnum byggðum á Dynamics 365 og Power Platform. Arango veitti Heklu ráðgjöf við verkferla og aðlaganir þeirra til að tryggja árangursríka innleiðingu upplýsingakerfa.

Hönnun

Högun

Breytingastjórnun

Samþætting


Til frekari upplýsinga hafið samband við Arango: arango@arango.is


bottom of page