top of page

Erla Andrea hefur störf

Updated: Nov 4, 2020


Erla Andrea á LinkedIn

Okkur er sönn ánægja að segja frá því að Erla Andrea Pétursdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá Arango. Erla hefur mikla og viðtæka reynslu sem ráðgjafi og stjórnandi innan hugbúnaðargeirans á Íslandi, lengst af sem ráðgjafi í SAP viðskiptalausnum hjá Applicon (hluti af Origo) á árunum 2004-2017 og sem stjórnarmaður hjá TM Software og Tempo. Síðustu árin starfaði Erla sem business analyst og leiðtogi í stafrænni vegferð hjá Bláa Lóninu sem og ráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Design Group Italia.


Meðal verkefna og úrlausnarefna sem Erla hefur fengist við eru breytingastjórnun, stafræn umbreyting, hugbúnaðarráðgjöf, vörustjórn, viðskiptaþróun, verkefnastjórnun, stjórnendaþjálfun og stefnumótun.

Erla er með B.Sc. próf í viðskiptafræði og Master í Information Management frá Háskólanum í Reykjavík auk Executive Coaching.


Mun Erla sinna fjölbreyttum ráðgjafar störfum hjá Arango og teljum við að reynsla og þekking hennar nýtast okkur og viðskiptavinum okkar gríðarlega vel.

Comments


bottom of page