top of page

Aukið eftirlit með peningaþvætti

Það sem áður var eingöngu þörf hjá fjármálastofnunum og snýr að því að þekkja viðskiptavin sinn (KYC) á nú við um fleiri vegna persónuverndarlaga og laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi.


Markaðurinn fyrir skilvirka og sveigjanlega lausn fyrir framkvæmd áreiðanleikakannana er stór. Arango hefur undanfarna mánuði unnið að því að þróa lausn sem hjálpar tilkynningarskyldum aðilum að framkvæma áreiðanleikakannannir á lögaðilum og einstaklingum en þær þarf að framkvæma vegna laga frá 2018 um varnir gegn peningaþvætti. Tilkynningarskyldir aðilar skulu afla viðeigandi upplýsinga og gagna sem gerir þeim kleift að kanna og meta áhættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá nýjum og núverandi viðskiptavinum. Tilkynningarskyld fyrirtæki eru af ýmsum toga og þarfir þeirra að hluta til ólíkar þegar kemur að virkni og framkvæmd. Þar má nefna t.d. allar bókhalds- og endurskoðendastofur, fasteignasölur, bílasölur, fjármálastofnanir og lífeyrissjóði.


Eftirlitsaðilar eru nú þegar farnir að sekta fyrirtæki sem uppfylla ekki kröfur um framkvæmd áreiðanleikakannana og það ýtir á fyrirtæki sem eru tilkynningarskyld að skoða skilvirkar lausnir til að uppfylla lögin og einfalda starfsmönnum og viðskiptavinum framkvæmdina.


Covid faraldurinn hefur hraðað þróun á lausnum eins og þessari og staðan hjá mörgum fyrirtækjum er sú að vinnu umhverfi starfsmanna er orðið flókið, starfsfólk þarf að handslá upplýsingar inn á ólíka staði, vista skjöl og senda á milli ólíkra aðila til að leysa málin og því er mikill ávinningur að fá allar upplýsingar inn á einn stað.


Arango AML er lausn sem er byggð á viðskiptamannagrunni þar sem saga viðskiptamanns og allar upplýsingar tengdar viðskiptavini eru á einum stað og krafan frá lang flestum viðskiptavinum er að halda utan um allt sem snýr að viðskiptavini á einum stað og þá hjálpar að geta framkvæmt áreiðanleikakannannir án þess að fara inn í önnur kerfi. Það er ekki síður krafa af hálfu neytenda í dag að þeir geti treyst fyrirtækjum að vinna í samræmi við reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífsins til að tryggja áreiðanleika gagna.





AML lausn Arango með rafrænum undirritunum er stöðluð lausn í Microsoft Power Platform þar sem haldið er utan um allt AML ferlið rafrænt. Áreiðanleikakönnun er búin til á viðskiptavin, einstakling eða hóp viðskiptavina og send út úr kerfinu. Haldið er utan um rafræna auðkenningu og undirritun með Dokobit og könnunin vistuð í miðlægum viðskiptamannagrunni. Í lausninni er einnig haldið utan um mikilvæga tölfræði eins og upplýsingar um aldur áreiðanleikakannana og þá einstaklinga sem ekki hafa undirritað könnun sem gerir utanumhald og eftirfylgni skilvirka. Lausnin býður upp á tengingar við þriðja aðila þar sem hægt er að fletta upp gildandi skráningu og raunverulegum eigendum lögaðila, ásamt því að geta flett upp stjórnmálalegum tengslum, allt mikilvægir liðir í AML ferlinu og ljóst með úrskurðum ríkisskattstjóra um stjórnvaldssektir vegna laga um peningaþvætti, að tilkynningaskyldir aðilar þurfa að halda utan um og skjala ferlið.



Lausnin er til sem hluti af Dynamics 365 CRM og er þá hægt að bæta við núverandi umhverfi eða sem sér lausn í Office 365 & Power Platform, einnig býður Arango upp á lausnir sem halda utan um allt onboarding ferli nýrra viðskiptavina, samningagerð, undirritanir samninga og annara skjala og svo skjalastýringu.


Hafið samband við Arango í síma 534 6800 eða með tölvupóst á arango@arango.is til frekari upplýsinga.


bottom of page