Sveinn Kristinn til liðs við Arango
- Sigurður Hilmarsson
- 2 days ago
- 1 min read
Sveinn Kristinn Ögmundsson hefur gengið til liðs við Arango. Sveinn bætist í ört stækkandi teymi fyrirtækisins og kemur með víðtæka reynslu úr upplýsingatækni og ráðgjöf. Hann hefur hafið störf í ráðgjafarteymi Arango þar sem hann mun leggja áherslu á þjónustu, ráðgjöf og verkefnastýringu við innleiðingu á Dynamics 365, Power Platform og gervigreindarlausnum Microsoft.

Sveinn er reynslubolti en hann starfaði um árabil sem ráðgjafi, verkefnastjóri og stjórnandi í SAP lausnum hjá Applicon og Origo, þar sem hann stýrði síðar einnig þjónustumiðstöð Origo. Hann gegndi jafnframt lykilhlutverki forstöðumanns ERP lausna hjá Alvotech um nokkurra ára skeið, þar sem hann bar ábyrgð á SAP innleiðingu fyrirtækisins.
Hann kemur nú til Arango frá WiseFish ehf., þar sem hann gegndi starfi framkvæmdastjóra ráðgjafar- og þjónustu og bar ábyrgð á innleiðingum og þjónustu lausna fyrir sjávarútveg.
„Við erum afar ánægð með að fá Svein Kristinn til liðs við okkur,“ segir Tinna Björk Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Arango. „Reynsla hans af alþjóðlegum upplýsingatækniverkefnum, þjónustu og viðskiptastýringu mun styrkja Arango í frekari vexti og þjónustu við viðskiptavini okkar.“
Sveinn er mikið spjallmenni og íþróttaáhugamaður en hann lék knattspyrnu á yngri árum, spilar reglulega golf og hefur gaman af því að ferðast með fjölskyldunni.
Arango teymið býður Svein hjartanlega velkominn til starfa.