top of page

Spennandi haust framundan hjá Arango

  • Writer: Sigurður Hilmarsson
    Sigurður Hilmarsson
  • Aug 14
  • 2 min read

Starfsfólk Arango eru að týnast heim úr sumarfríum og er tilbúið að takast á við þau verkefni sem bíða okkar. Það hefur verið dásamlegt að sjá hvað allir hafa náð að hlaða batteríin, bæði hér heima og erlendis, enda vitum við hversu mikilvægt það er að skapa starfsumhverfi þar sem það ríkir jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, enda Fyrirtæki Ársins tvö ár í röð! 🙂


Arango teymið stækkar

Arango teymið heldur áfram að stækka og hafa þrír öflugir starfsmennn bæst í hópinn sem munu fyrst og fremst leggja áherslu á verkefni og þróun tengda gervigreind samhliða því að sinna ráðgjöf. Hvetjum ykkur til að lesa meira um það hér.


Spennandi verkefni og áframhaldandi þróun

Í sumar höfum við unnið að fjölda verkefna þar sem við höldum áfram að styðja viðskiptavini okkar á stafrænni vegferð. Verkefnin eru blanda af nýjum viðskiptavinum sem munu fara í loftið með lausnir í haust og núverandi viðskiptavinum sem eru að stækka og þróa lausnir sínar enn frekar til að gera ferla enn skilvirkari.

Við höfum nýtt sumarið í þróun á gervigreindarlausnum með viðskiptavinum okkar sem hjálpar starfsfólki að vinna hraðar og betur úr málum. AI-agentinn getur líka sjálfur tekið við málum, keyrt þau áfram, breytt stöðu og svarað án þess að þörf sé á handvirkum aðgerðum.


Á allra næstu dögum kemur út ný útgáfa af Arango Rafrænar Aðgerðir með spennandi viðbótum sem auðvelda fyrirtækjum sjálfvirka skjalagerð og allar þær aðgerðir sem fylgja í kjölfarið.   Við hlökkum til að segja ykkur meira um þessa spennandi þróun á næstunni.


Haustráðstefnur og viðburðir

Haustið lítur vel út og nóg af spennandi verkefnum framundan. Í september munum við fjölmenna á European Microsoft Fabric Community Conference #FabConEurope í Vín og hvetjum við viðskiptavini okkar til þess að láta okkur vita ef þeir hyggjast mæta. Eins stefnum við á að halda morgunverðafundi sem verða auglýstir síðar og síðast en ekki síst ætlum við að gera okkur glaðan dag á starfsmannadegi í september.


Ef þú eða fyrirtækið þitt eruð á stafrænni vegferð og vantar ráðgjöf, þá erum við spennt að heyra í þér. Hvort sem það er að veita ráðgjöf við mótun tæknistefnu og vegvísa, hefja innleiðingu á Dynamics 365, nýta Microsoft Power Platform til að hanna snjallar lausnir, innleiða staðlaðar Arango lausnir eða þróa sérsniðnar lausnir fyrir þig, þá erum við tilbúin að styðja þig í ferlinu.


Markmið okkar er að hjálpa fyrirtækjum að ná árangri með skalanlegum, notendavænum og framsækn­um lausnum sem einfalda vinnu starfsmanna og efla þjónustu við viðskiptavini.

bottom of page