top of page

Power Platform Tools fyrir Visual Studio

Forritarar í Dynamics 365 umhverfinu kannast margir við Dynamics 365 Toolkit sem létt hefur mörgum lífið í áranna rás. Hins vegar hefur þessi viðbót fyrir Visual Studio ekki verið uppfærð síðan 2017 og núna á vormánuðum 2021 hætti hún að virka þegar Microsoft færði sig alfarið yfir í „Global Discovery service“ og lagði „regional“ þjónustunni.


Power Platform SDK teymið hjá Microsoft kynnir nú til leiks nýja viðbót, sem leysir þá gömlu af hólmi, sem er í „preview“ þegar þetta er skrifað. Nýja Power Platform Tools fyrir Visual Studio mun ekki vera samhæft við gömlu útgáfuna og þarf því að aðlaga eldri lausnir eftir því.

Hér er hægt að nálgast nýju Power Platform Tools fyrir Visual Studio viðbótina og lesa má nánar um þessa útgáfu hér:


Comments


bottom of page