top of page

Sjálfvirk skjalagerð með Arango Document Actions

  • Writer: Sigurður Hilmarsson
    Sigurður Hilmarsson
  • Aug 15
  • 1 min read

Updated: Aug 18

Arango hefur gefið út nýja útgáfu af Arango rafrænum aðgerðum með sjálfvirkri skjalagerð, Arango Document Actions. Lausnin einfaldar og hraðar allri vinnu með skjöl frá gerð þeirra til rafrænnar undirritunar, innsiglunar og afhendingar. Skjöl eru svo vistuð í Microsoft SharePoint ásamt lýsigögnum með Arango skjalakerfinu.


Hvort sem um er að ræða að útbúa, láta rafrænt undirrita, innsigla eða senda stöðluð skjöl til hagaðila, þá er ávinningurinn sá að framkvæma allar þessar aðgerðir beint úr Arango erindi, þjónustu-, samninga- og eða mála & skjalakerfinu frá Arango. Lausnin er að fullu samþætt við Microsoft Power Platform og Dynamics 365 (CRM) og gerir notendum kleift að vinna allt ferlið án þess að hoppa á milli kerfa.


Algengar áskoranir

Mörg fyrirtæki og stofnanir glíma við ósamræmda skjalagerð, tímafreka handavinnu og skort á yfirsýn. Ný útgáfa af Arango rafrænum aðgerðum svarar þessum áskorunum og aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að auka skilvirkni í skjalavinnslu:


ree

Með Arango Document Actions fara allar aðgerðir fram í einu samþættu umhverfi sem minnkar innslátt, sparar tíma og dregur úr villuhættu. Auðvelt er að fylgjast með stöðu mála og tryggja samræmda framsetningu skjala með aukinni yfirsýn.


ree

Ávinningur fyrir fyrirtæki og stofnanir


  • Einfaldari samvinna milli teyma og betri eftirfylgni.

  • Hraðari úrvinnsla með minni fyrirhöfn.

  • Sveigjanlegur fjöldi undirritunaraðila og röðun þeirra

  • Samræmd framsetning og örugg afhending skjala.

  • Fullgildar rafrænar aðgerðir sem eru bæði öruggar og rekjanlegar.

  • Sjálfbær, umhverfisbæn, pappírslaus vinnsla sem sparar tíma og kostnað.


Með Arango Document Actions færðu eina heildstæða lausn sem tekur skjalavinnuna alla leið á öruggan, skilvirkan og sjálfbæran hátt.

Hafðu samband við Arango: arango@arango.is og fáðu kynningu á lausnum Arango ásamt Arango Document Actions.

bottom of page