top of page

Microsoft Dynamics 365 – 2020 Wave 1 – betri upplifun

Updated: Jul 6, 2020

Einn af stóru kostum þess að nýta Dynamics 365 skýjalausnir Microsoft er að rekstur lausnanna og uppfærslur eru í höndum Microsoft sem hluti af leyfisgjöldum. Viðskiptavinir losna því við kostnaðarsamar uppfærslur, afritunartöku og rekstur á vélbúnaði tengdum lausnunum. Tvisvar á ári gefur Microsoft út nokkuð stórar uppfærslur á kerfunum og í nýjustu útgáfu kerfisins sem gefin var út nú í apríl 2020 er að finna gríðarlega mikið af áhugaverðum breytingum og viðbótum. Allar upplýsingar um útgáfuna er að finna inn á vefsíðu Microsoft með því að smella hér: Dynamics 365: 2020 release wave 1- Plan

Upplýsingar um nýjungar í Power Platform sem inniheldur Power BI, Power apps og Power automate er að finna hér: Power Platform: 2020 release wave 1 - plan

Power Platform og Dynamics 365 (Microsoft CRM) eru nátengdar lausnir.

Í pistli sem þessum er ómögulegt að fjalla um alla þætti uppfærslunnar en hér ætla ég að fjalla um nokkur atriði sem bætt hefur verið við Dynamics 365 Sales til að einfalda vinnu við kerfið. Þetta er ekki tæmandi listi, en stiklað á stóru yfir atriði sem gætu hjálpað við daglega vinnu.

  • Vistun staðlaðra skjala á PDF formi í Dynamics 365 Sales eða Microsoft SharePoint

Ítarleg skjölun á heimasíðu Microsoft: Save pdf to Dynamics 365

Fram til þessa hefur verið ekki verið boðið upp á þann möguleika að vista stöðluð skjöl eins og Word skjöl á PDF formi, beint í Dynamics 365 eða SharePoint.  í vor útgáfunni er nú boðið uppá að geta vistað skjöl á þennan hátt, til dæmis sem viðhengi í Notes eða beint í SharePoint.

Ef valið er Create PDF, er hægt að velja virk sniðmát fyrir viðkomandi einingu og síðan er hægt að velja á milli þess að vista skjalið (Save) eða sækja (Download).


Ef búið er að skilgreina samþættingu við SharePoint í Dynamics 365 (CRM) og þessi eining er hluti af þeirri samþættingu, þá mun PDF skjalið verða vistað í SharePoint, ef aftur á ekki er búið að skilgreina slíka samþættingu, vistast skjalið á tímalínuna fyrir viðkomandi einingu, undir Notes. Gott er að hafa í huga að geymslurými í Sharepoint er mun ódýrara en í Dynamics 365.


Listi yfir einingar sem bjóða uppá að búa til og vista PDF skjöl útfá sniðmátum.

  • Kanban framsetning á samskiptum og sölutækifærum

Hvernig er Kanban möguleiki virkjaður í Dynamics 365 Sales: Activate Kanban view

Ítarupplýsingar um framsetningu og notkun á Kanban sýn á sölutækifæri, bæði eftir þrepi í ferli (Business Process Flow) og stöðu (Open / Won / Lost): Know your Kanban views

Ef búið er að virkja Kanban möguleikann, er hægt að velja Show As – Kanban, í hverri sýn fyrir sig.


Dynamcis 365 (CRM) wave 1, How to activate Kanban view
Dynamcis 365 How to activate Kanban view

Undir Kanban type er hægt að velja á milli Status og Business Process Flow


Dynamics 365 wave 1 upgrade april 2020, Kanban view
Dynamics 365 (CRM) Kanban view

Svona lítur sýnin út eftir að búið er að velja Kanban. Búið er að raða tækifærum í dálka, eftir stöðu þeirra í kerfinu.

  • Styttri leið að ítarleit í núverandi sýn.

Hægt er að setja inn viðbótarsíu á núverandi sýn, með því að smella á síu táknið.


Ef smellt er á síu táknið við hlið leitarsvæðis, birtist þessi mynd þar sem hægt er að setja inn viðbótarsíu og velja úr sömu svæðum og eru í boði í hefðbundinni ítarleit.


Hérna sést að búið er að bæta við auka síu á gildandi sýn. Hægt er að smella á táknið til að fjarlægja síuna.


  • Leit í núverandi sýn.

Hingað til hefur leit í núverandi sýn alltaf náð til allra sömu færslna og koma í flýtileit fyrir viðkomandi einingu (Quick find), sem oft eru allar virkar færslur. Í nýjustu útgáfunni er sjálfgefna stillingin að leita aðeins í núverandi sýn, en ekki öllum virkum færslum. Þessu er þó hægt að breyta aftur í eldri virkni, ef þessi breytingar hentar ekki.


Nær allar nýjungar sem koma frá Microsoft þessi misserin, eru aðeins fyrir Unified Interface útgáfuna, en ekki fyrir hefðbundið vefviðmót.

Ef þig vantar upplýsingar um uppfærslu í Dynamics 365 2020 - Wave 1 og hvaða nýjungar þar er að finna, þá vinsamlega hafið samband við arango ehf (www.arango.is) eða með tölvupósti á arango@arango.is.

Comentários


bottom of page