top of page

Rafræn undirritun skjala skilar mikilli hagræðingu

Notkun stafrænna lausna hefur á undanförnum misserum aukist mikið í sölu- þjónustu og markaðssetningu. Bæði vegna samkomutakmarkana en einnig vegna þess að fyrirtæki og stofnanir leita sífellt leiða til að auka hagræði og öryggi í viðskiptum með stafrænni umbreytingu.

Rafrænar undirskriftir samninga, umsókna, skráninga, eyðublaða og ýmissa skjala eykur öryggi, sparar mikinn tíma og gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að afgreiða mál án þess að fá viðskiptavini á staðinn. Með því að byggja slíkar lausnir á undirliggjandi kerfum svo sem CRM kerfum næst fram enn meiri hagræðing en áður með því að stytta leiðir að stofnun skjala, minnka innslátt og auka eftirlit og yfirsýn með ferlinu.

Arango hefur sett á markað staðlaða lausn í Dynamics 365 (CRM) sem nær utan um heildarferli rafrænnar undirritunnar, allt frá gerð skjals til vistunnar. Lausnin eykur bæði skilvirkni og öryggi í vinnslu skjala þar sem nýtt eru gögn í kerfinu og undirritað skjal sjálfvirkt vistað á skilgreindum stað. Helsti ávinningur rafrænnar undirritunar í Dynamics365 (CRM)

  • Tímasparnaður með stofnun skjala út frá fyrirliggjandi gögnum í Dynamics 365

  • Yfirsýn yfir undirrituð skjöl tengd viðskiptamanni, sölutækifæri, erindi eða öðru í Dynamics 365

  • Yfirsýn yfir undirritunarferlið, stöðu skjals og hver er með skjalið til undirritunar

  • Undirritun í teymi, fjöldi undirritunaraðila og ólík hlutverk

  • Öryggi í viðskiptum, fullgildar rafrænar undirskriftir með rafrænum skilríkjum með Dokobit

Hafðu samband við okkur á arango@arango.is til frekari upplýsinga.

124 views
bottom of page