ARANGO RAFRÆNAR AÐGERÐIR
Rafræn undirritun skjala í Dynamics 365 (CRM) & Teams (O365)
EINFÖLDUN VERKFERLA
Rafræn undirritun Arango styttir ferilinn við undirbúning skjala og gerð þeirra til rafrænnar undirritunar. Lausnin nýtir gögn úr undirliggjandi kerfum og minnkar innslátt. Hægt að nýta vinnuumhverfi Dynamics 365 eða Teams í Office 365
ÖRUGG VIÐSKIPTI
Með notkun rafrænnar undirritunar eykst öryggi á að réttur aðili undirriti skjalið og ekki þörf á vottum. Gögn eru send með með rekjanlegum hætti á stafrænu formi og undirritað skjal vistað strax á skilgreindum stað.
RAFRÆN SKILRÍKI
Með rafrænni undirritun Arango er hægt að undirrita skjöl hvar og hvenær sem er með rafrænum skilríkjum og auðkenningu. Lausnin tengist rafrænni undirritun Dokobit og nýtir virkni sem boðið er upp á hjá Dokobit
SAMÞÆTT VINNUUMHVERFI
Rafræn undirritun Arango er að fullu samþætt við Microsoft Dynamics 365 og Teams í Office 365. Stofnaðu skjal, sendu til rafrænnar undirritunnar og  fáðu áminningu þegar undirritun er lokið og skjalið hefur vistast sjálfvirkt tengt viðskiptamanni, tilboði eða erindi.
Undirritun í teymi
Rafræn undirritun hentar vel í umhverfi fyrirtækja og stofnana þar sem fleiri en einn samþykkjandi þarf að vera á skjölum. Hægt er að hafa marga undirritunar aðila og stilla upp reglum og ferlum við tegund skjala.
Einfalt er að fylgjast með stöðu skjals, hver er með það til undirritunar og fá tilkynningu þegar undirritun er lokið.
Að undirritun lokinni er skjalið vistað í sögu viðskiptamanns í CRM ásamt öðrum skjölum og samskiptum.