Rafrænar undirskriftir samninga, umsókna, eyðublaða og skráning ýmissa skjala eykur öryggi, sparar mikinn tíma og gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að afgreiða mál án þess að fá viðskiptavini á staðinn.
Arango býður nú upp á staðlaða lausn í Teams, Office365 og Power apps frá Microsoft. Lausnin nær utan um heildarferli rafrænnar undirritunnar samninga og skjala, allt frá gerð skjals til vistunnar. Starfsmaður vinnur skjalið innan úr Teams og Office365 umhverfinu og fylgist með undirritunarferlinu. Skjalið er svo vistað til geymslu í Sharepoint online sem einnig er hluti af Office365. Lausnin eykur þannig skilvirkni og sparar tíma við skjalavinnslu. Fjöldi fyrirtækja og stofnana eru nú þegar að nýta sér Teams og Office365 í sínu vinnu umhverfi og er því lausn Arango einföld en öflug viðbót við vinnuumhverfið og hjálpar fyrirtækjum að nýta betur fjárfestinguna í Microsoft umhverfinu. Lausnin tengist og byggir á hugbúnaði Dokobit
Helsti ávinningur:
Tímasparnaður í skráningum með einföldu og þekktu vinnuumhverfi
Tímasparnaður og öryggi í skráningum með stofnun skjala út frá fyrirliggjandi gögnum
Yfirsýn yfir undirrituð skjöl
Yfirsýn yfir undirritunarferlið, stöðu skjals og hver er með skjalið til undirritunar
Undirritun í teymi, fjöldi undirritunaraðila og ólík hlutverk
Öryggi í viðskiptum, fullgildar rafrænar undirskriftir með rafrænum skilríkjum með Dokobit
Hafðu samband við okkur á arango@arango.is og pantaðu kynningu á lausninni.
Nánar hér: Arango rafræn undirritun | arango