top of page

Ríkisendurskoðun bætir ferla með Microsoft lausnum Arango

Ríkisendurskoðun hefur gengið til samninga við Arango um innleiðingu og þjónustu á Power Platform lausnum í Microsoft umhverfi Ríkisendurskoðunar.


Lausnin snýr að innsendingum og utanumhaldi gagna frá þriðja aðila Ríkisendurskoðunar á stafrænu formi í gegnum island.is. Lausnin sparar Ríkisendurskoðun mikla vinnu við móttöku og úrvinnslu þessara gagna.


“Við hjá ríkisendurskoðun leituðum til Arango vegna sérþekkingar þeirra á Microsoft Power Platform en það var þörf á því að endurhanna og bæta lausnir sem höfðu verið í notkun hjá Ríkisendurskoðun um nokkurt skeið. Arango skilaði verkefninu samkvæmt tilboði og afhentu okkur lausnirnar á tilsettum tíma, innan áætlaðs kostnaðarramma. Það er í forgangi hjá okkur sem og öðrum ríkisstofnunum að hagræða með stafrænum ferlum og lausnir Arango falla vel að stefnu okkar. Lausnir Arango í Microsoft umhverfinu aðstoða okkur við nýta betur þann hugbúnað sem við höfum aðgang að í gegnum samninga ríkissins við Microsoft” Segir Jóhannes Jónsson sviðsstjóri á þróunar- og tæknisviði Ríkisendurskoðunar.


Arango aðstoðar íslensk fyrirtæki og stofnanir að stafrænivæða ferla með innleiðingum á Microsoft Dynamics 365 & Power Platform, ýmist með sérhönnuðum lausnum eða stöðluðum lausnum Arango. Nánari upplýsingar um Power Platform hér: Power Platform


Til frekari upplýsinga hafið samband við Arango í síma 534 6800 eða með fyrirspurn á arango@arango.is

Comments


bottom of page