top of page

Arango AML - áreiðanleikakannanir með rafrænni undirritun

Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka frá 2018 er það skylda aðila sem stunda starfsemi er kann að verða notuð til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka að þekkja deili á viðskiptamönnum sínum. Tilkynningaskyldum aðilum ber skylda til að þekkja starfsemi þeirra og tilkynna um það til lögbærra yfirvalda vakni grunur um eða verði þeir varir við slíka ólögmæta starfsemi.


Tilkynningaskyldir aðilar skulu framkvæma áhættumat á rekstri sínum og viðskiptum eða áreiðanleikakönnun „due deligence“ á viðskiptavinum sínum þegar um stærri einstök viðskipti er að ræða.

Undir þetta falla hinir ýmsu aðilar svo sem banka-, verðbréfa og fjárfestingafélög, tryggingafélög, lífeyrissjóðir, bílasölur, fasteignasölur, endurskoðunarfyrirtæki, lögfræðistofur og ýmis annar rekstur, sjá nánar hér: Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.


Arango býður staðlaða lausn í Microsoft Power Platform þar sem haldið er utan um allt ferlið rafrænt. Áreiðanleikakönnun er búin til á viðskiptavin, einstakling eða hóp viðskiptavina og send út úr kerfinu. Haldið er utan um rafræna auðkenningu og undirritun með Dokobit og könnunin vistuð í miðlægum viðskiptamannagrunni. Í lausninni er haldið utan um mikilvæga tölfræði eins og upplýsingar um aldur áreiðanleikakanna og þá einstaklinga sem ekki hafa undirritað könnun sem gerir utanumhald og eftirfylgni skilvirka.


Lausnin er til sem hluti af Dynamics 365 CRM og er þá hægt að bæta við núverandi umhverfi eða sem sér lausn í Office 365 & Power Platform sem hentar öllum sem þurfa á þessu ferli að halda.


Kynntu þér Arango AML - áreiðanleikakannanir með því að hafa samband á arango@arango.is

Nánar um lausnina hér: Arango AML - áreiðanleikakannanir

469 views
bottom of page