top of page

ARANGO AML

Áreiðanleikakannanir í Power Platform og  Dynamics 365  

Halftone Image of Crowd

Arango AML

Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka frá 2018 er það skylda aðila sem stunda starfsemi er kann að verða notuð til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka að þekkja deili á viðskiptamönnum sínum og starfsemi þeirra og tilkynna um það til lögbærra yfirvalda vakni grunur um eða verði þeir varir við slíka ólögmæta starfsemi.
 

Tilkynningaskyldir aðilar skulu framkvæma áhættumat á rekstri sínum og viðskiptum eða áreiðanleikakönnun „due diligence“ á viðskiptavinum sínum

Einfaldaðu ferlið með Arango AML !

SJÁLFVIRKNI VERKFERLA

Arango AML nýtir viðskiptamannaupplýsingar í kerfinu til að útbúa og senda út áreiðanleikakannanir. Lausnin gefur yfirlit yfir stöðu og dagsetningu undirritunar þannig að hægt sé að taka út tölfræði um undirritaðar áreiðanleikakannanir og aldur þeirra.  

Lausnin er fáanleg sem hluti af Dynamics 365 CRM og "onboarding" lausnum Arango eða sem frístandandi lausn í Office 365 & Power Platform

ÖRUGG VIÐSKIPTI

Áreiðanleikakönnun er undirrituð með rafrænni undirritun með tengingu við Dokobit. Með notkun rafrænnar undirritunar eykst öryggi á að réttur aðili svari og undirriti könnunina og ekki þörf á vottum. Gögn eru send með með rekjanlegum hætti á stafrænu formi og undirrituð könnun vistuð strax á skilgreindum stað. 

 

UPPLÝSINGAÖFLUN

Þegar áreiðanleikakönnun er gerð í Arango AML flettir kerfið sjálfkrafa uppá gildandi skráningu fyrirtækis og skilar inn í kerfið upplýsingum um raunverulega eigendur.

Auk þess er boðið er upp á PEP uppflettingu aðila vegna stjórmálalegra tengsla.

Ef talin er þörf á frekari upplýsingum er framkvæmd aukin áreiðanleikakönnun á viðskiptavini.  

SAMÞÆTT VINNUUMHVERFI

Arango AML er að fullu samþætt við Microsoft Dynamics 365 og Office 365.  Stofnaðu áreiðanleikakönnun, sendu til rafrænnar undirritunnar með Dokobit og  fáðu áminningu þegar undirritun er lokið og skjalið hefur vistast sjálfvirkt tengt viðskiptamanni, tækifæri eða  erindi.

Modern Buildings

Tilkynningaskyldir aðilar

Tilkynningaskyldir aðilar eru hin ýmsu fyrirtæki í atvinnulífinu svo sem banka-, verðbréfa og fjárfestingafélög, tryggingafélög, lífeyrissjóðir, bílasölur, fasteignasölur, endurskoðunarfyrirtæki, lögfræðistofur og ýmis annar rekstur 

Tæmandi lista yfir tilkynningaskylda aðila má nálgast í  lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með því að smella hér: Vefsíða alþingis

 

Arango AML getur nýst öllum tilkynningaskyldum aðilum !

bottom of page