top of page

Vel mætt á morgunfund arango – Stafræn hagræðing með Microsoft viðskiptalausnum


Það var vel mætt á morgunfund arango fyrr í dag á Hilton Reykjavík Nordica þrátt fyrir hríðarbil og verkföll. Fundinn sóttu um 70 manns og bar hann heitið Stafræn hagræðing með Microsoft viðskiptalausnum.


Starfsmenn arango og Microsoft kynntu nýjungar í Dynamics 365 og Power Platform hugbúnaðinum auk þess sem viðskiptavinir arango lýstu innleiðingum og notkun sinni á lausnunum.


Áhersla var lögð á hvernig tæknin og notkun CRM lausna getur stuðlað að aukinni framleiðni í sölu- og markaðsstarfi. Hvernig þessar lausnir hjálpa okkur að ná 360 gráðu sýn á viðskiptavini, með það að markmiði að auka sölu, bæta þjónustu og hagræða með stafrænum ferlum.


Við hjá arango viljum þakka þeim sem sóttu fundinn og þeim sem aðstoðuðu okkur við framkvæmd hans.


Comments


bottom of page