Spennandi Microsoft ráðstefnur í Dusseldorf í Maí !
- Sigurður Hilmarsson
- 4 days ago
- 2 min read
26.–28. maí 2025 verður Düsseldorf miðpunktur tækninýjunga þegar þrjár leiðandi ráðstefnur á sviði upplýsingatækni og stafrænnar umbreytingar sameinast undir einu þaki. Þar verður sjónum beint að lausnum Microsoft, gervigreind, skýjatækni og viðskiptaforritum. Viðburðirnir eru ætlaðir stjórnendum, þróunaraðilum og tæknisérfræðingum sem vilja vera í fararbroddi tæknibreytinga í Evrópu. Þetta er einstakt tækifæri til að auka þekkingu, fá innblástur og tengjast bæði fólki frá Microsoft og leiðandi sérfræðingum í tækni og viðskiptum. samvinnu, gervigreind og viðskiptalausnir – allt undir einu þaki.
Ráðstefnurnar eru haldnar í CCD Congress Center Düsseldorf sem verður vettvangur þessara eftirfarandi viðburða:
European Collaboration Summit (ECS)
Stærsta ráðstefna heims með áherslu á samvinnulausnir Microsoft eins og: Microsoft 365, Teams, SharePoint, Viva, Copilot og fleiri launsnir. ECS dregur að sér yfir 3.000 þátttakendur og rúmlega 150 fyrirlesara sem miðla dýrmætri innsýn í þróun nútímalegs vinnuumhverfis. Sérfræðingar frá Microsoft, MVP aðilar og leiðandi ráðgjafar deila sinni reynslu, þekkingu og fjalla um nýjustu lausnir í samþættu nútíma vinnuumhverfi.
European AI & Cloud Summit
Viðburðurinn fjallar eins og nafnið gefur til kynna um gervigreind, skýjalausnir og Azure þar sem lögð er áhersla á öryggi, siðferðileg viðmið og sjálfbæra innleiðingu. Með yfir 80 fyrirlestrum er lögð áhersla á notkun gervigreindar í rekstri, sjálfvirkni og regluverk tengd gervigreind. Auk þess verður nýsköpunarsvæði fyrir sprotafyrirtæki og tækifæri til að kynnast nýjustu þróun í AI-tækni og skýjavæðingu.
European BizApps Summit
Þessi ráðstefna leggur áherslu á nýtingu Microsoft Power Platform, Power BI, Dynamics 365 og Microsoft Fabric. Sérstök áhersla er lögð á þróun viðskiptaforrita, sjálfvirkni, lágkóðalausnir og gagnaúrvinnslu til að styðja við stafræn markmið fyrirtækja. Viðburðurinn er sérstaklega ætlaður gagnadrifnum stofnunum og rekstraraðilum sem nýta tækni til að bæta ákvarðanatöku og þjónustu.
Þátttaka, aðgengi og dagskrá
Ef þú kaupir aðgöngumiða á eina þessara ráðstefna geturðu gegn vægu viðbótargjaldi, fengið fullan aðgang að þeim öllum – og þannig valið fyrirlestra eftir þínum áherslum og áhugasviði. Nánari upplýsingar og skráning:
European Collaboration Summit: collabsummit.eu
AI & Cloud Summit: cloudsummit.eu
BizApps Summit: bizappssummit.eu