top of page

RARIK innleiðir hugbúnaðarlausnir frá Arango

Updated: Apr 16

Að loknu verðfyrirspurnarferli hefur RARIK samið við Arango um innleiðingu á CRM lausnum hjá fyrirtækinu. Eitt af yfirlýstum meginmarkmiðum RARIK er að einfalda viðskipti og þjónustu með stafrænum lausnum og er markmiðið með innleiðingu CRM kerfis að veita persónulegri þjónustu og bæta upplifun viðskiptavina í samskiptum við fyrirtækið. Lausnum frá Arango er auk þess ætlað að bæta framleiðni og skilvirkni starfsmanna með bættum verkferlum í kringum beiðnir og erindi frá ýmsum aðilum og aukinni yfirsýn yfir viðskiptavini.


Verkefnið felst í innleiðingu staðlaðra lausna frá Arango auk samþættingar við kjarnakerfi RARIK með Azure-þjónustum. Arango veitir RARIK auk þess ráðgjöf við verkferla til að tryggja árangursríka innleiðingu lausnanna en það er áskorun fyrirtækja á stafrænni vegferð að virkja starfsfólk og fá það til að tileinka sér nýja tækni og vinnubrögð.

 

RARIK er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem var stofnað 1. ágúst 2006 og tók þá við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins. Meginhlutverk fyrirtækisins er að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Hjá RARIK starfa yfir 200 starfsmenn um land allt en RARIK rekur umfangsmesta rafdreifikerfi á Íslandi sem nær til 90% af sveitum landsins og til 44 þéttbýliskjarna. Fyrirtækið annast því orkudreifingu í flestum sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins, Reykjaness og Vestfjarða.


“Við hjá RARIK völdum Arango sem samstarfsaðila að lokinni verðfyrirspurn þar sem skoðaðar voru lausnir og þekking frá nokkuð mörgum aðilum. Arango varð fyrir valinu vegna víðtækrar þekkingar þeirra og reynslu af sambærilegum verkefnum auk fjölda tilbúinna hugbúnaðarlausna sem fyrirtækið kemur með að borðinu. Lausnir Arango byggja á Microsoft-skýjalausnum sem falla vel að rekstrarumhverfi RARIK,” segir Egill Jónasson framkvæmdastjóri viðskiptaþjónustu hjá RARIK.


Innleiðing CRM lausna Arango hjá RARIK er þegar hafin og bjóðum við RARIK velkomin í ört vaxandi hóp viðskiptavina Arango.

 

Arango aðstoðar íslensk fyrirtæki og stofnanir að stafrænivæða ferla með innleiðingum á Microsoft-skýjalausnum í Power Platform, Dynamics 365 og Azure.


Til frekari upplýsinga hafið samband við Arango í síma 534 6800 eða með fyrirspurn á arango@arango.isComentários


bottom of page