top of page

Hlustar þú á viðskiptavini þína ?

Mikilvægur þáttur í því að byggja upp langvarandi, verðmætt og gott viðskiptasamband er að hlusta á viðskiptavini. Vinna vel úr málum sem upp koma í viðskiptasambandinu eins og ábendingar og niðurstöður þjónustukannana og passa upp á að allar upplýsingar séu aðgengilegar á einum stað. Vinnuumhverfi starfsmanna og aðgengi að upplýsingum þarf einnig að vera með þeim hætti auðvelt sé að nýta upplýsingarnar til að bæta þjónustuna.


Hvernig er farið með ábendingar, kvartanir og erindi í þínu fyrirtæki ?

Hvort sem samskipti við viðskiptavininn, fyrirspurnir ábendingar eða önnur erindi koma í gegnum síma, vef, tölvupóst, spjall, samfélagsmiðla eða með öðrum hætti skiptir miklu máli hvernig er unnið úr málum. Hafa starfsmenn yfirlit yfir fyrirspurnir sem berast, skjöl sem þurfa að fylgja, hver er með málið til úrvinnslu, hversu lengi og hver staða þess sé? Er passað upp á að ábendingin berist réttum aðila til meðferðar o.s.frv. Ábendingar, kvartanir og önnur erindi er hægt að nýta sem öflugt tól til að bæta þjónustu og viðskiptasamband sé rétt farið með úrvinnslu þeirra. Með góðu yfirliti um ábendingar, álag og fjölda tegunda ábendinga eða erinda er einnig tækifæri til að sjálfvirknivæða svör og úrvinnslu slíkra beiðna.


Þjónustukannanir eru einnig öflugt tól til að vinna með viðskiptavinum og hlusta á hvernig þeir upplifa þjónustuna. Þjónustukannanir geta verið með margvíslegum hætti, stærri kannanir sem gerðar eru með nafnleynd, einu sinni á ári og snerta á öllum flötum samstarfsins eða það sem er orðið aðgengilegra að send sé út einföld “NPS Score” könnun í lok ákveðinnar aðgerðar. Mikilvægt er að hafa tól til að vinna úr þessum könnunum, hafa yfirlit yfir kannanir til úrvinnslu og til að raunverulega nýta niðurstöðu kannana til að bæta þjónustuna.


Til að ná utan um þessa hluti er mikilvægt að hafa réttu tækin og tólin. Öflugt CRM kerfi sem og lausnir Arango styðja við þessi ferli með stöðluðum tilbúnum hugbúnaðarlausnum. Öll samskipti við viðskiptavininn eru aðgengilega á einum stað, með yfirsýn og gögnum til úrvinnslu. Hafðu samband við Arango og kynntu þér hvernig lausnirnar geta hjálpað þér að bæta viðskiptasamband þitt við þína viðskiptavini !

Comments


bottom of page